Skírnir - 01.04.2004, Síða 184
178
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
árunum 1859-69 en á árunum 1845-58, fór úr 3,48 °C niður í
2,36.80 Fjárkláðinn hafði fækkað sauðfé landsmanna um 39%, úr
507 þúsundum árið 1854 1311 þúsund árið 1859, og á sjöunda ára-
tugnum náði sauðfjárfjöldinn aldrei upp í 400 þúsund.81 Við þetta
bættist, eins og Guðmundur hefur bent á sjálfur, að eftirspurn eft-
ir jarðnæði var í hámarki undir 1860 vegna margra barnsfæðinga
um 30 árum fyrr.82 Ég þykist viss um að áhugi íslenskra bænda á
pólitísku starfi hafi farið dvínandi fremur en vaxandi á þessum
árum, þótt enn styðjist ég þar að vísu aðeins við skipulegar rann-
sóknir um stjórnmálastarf Suður-Þingeyinga.83
Átök Alþingis og dönsku stjórnarinnar um einstaklingsfrelsi
lágstéttafólks áttu ekki eftir að standa lengi. Á árunum milli
stjórnarskrár 1874 og heimastjórnar 1904 synjaði konungur, að
tillögu Islandsráðherra, um staðfestingu á 91 lagafrumvarpi, um
ein 70 mál, frá Alþingi.84 Ef treysta má endursögn Björns Þórðar-
sonar á lagasynjunarástæðum ráðherra hélt hann örsjaldan fram
einstaklingsrétti, einstaklingsfrelsi eða jafnrétti fólks innanlands.
Ég finn aðeins fjögur tilfelli og flest minni háttar: 1) Árið 1875
vildi Alþingi leiða í lög að heimilt væri að lóga skaðabótalaust öllu
sauðfé bónda ef fjárkláði kæmi upp í því. 2) Árið 1897 samþykkti
það lagafrumvarp um skyldu lausamanna til að ganga alltaf með
skírteini um lausamennskuleyfi sitt og heimilisfang. 3) Árið 1881
vildi það banna að maður þvergirti á fyrir laxi þótt hann ætti einn
alla veiði í henni. 4) Árið 1899 var samþykkt lagafrumvarp sem
heimilaði bæjarstjórn Reykjavíkur að ákveða hvort menn fengju
að setjast að sem húsmenn í bænum (sem ráðuneytið tók þó fram
að væri þýðingarlítið atriði).85 Á hinn bóginn gat ráðherra líka
lagst gegn frelsi einstaklinga. Frumvarpi þingsins 1886 um löggild-
ingu nýrra verslunarstaða var þannig hafnað meðal annars með
80 Hagskinna (1997), 37 (tafla 1.1).
81 Hagskinna (1997), 280 (tafla 4.13).
82 Guðmundur Hálfdanarson, íslenska þjóðríkið (2001), 107.
83 Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta suður-þingeyinga ogjón á Gautlöndum (1977),
112-23, 144-46.
84 Björn Þórðarson, Alþingi og konungsvaldið ([1949]), 123-29.
85 Björn Þórðarson, Alþingi og konungsvaldið ([1949]), 8, 23-24, 27-28, 51-52.