Skírnir - 01.04.2004, Page 185
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
179
rökum sem voru eins og tekin út úr munni ráðsetts bónda:
„reynslan hefði einnig sýnt, að þeir, sem búa nálægt verzlunarstað,
leiðast fremur til iðjuleysis og til að fara oft í kaupstaðinn og taka
meira út en ella.“86 Svo lét Islandsráðuneytið sér vel líka einhver
mestu frelsisskerðingarlög sem þingið samþykkti nokkru sinni,
lög um þurrabúðarmenn sem það samþykkti 1887 og konungur
staðfesti árið eftir.87 Mestu frelsunarlög alþýðu á tímabilinu, lögin
sem afnámu vistarbandið í raun og voru staðfest 1894, voru sett að
frumkvæði Alþingis. Frumvarpið sem var samþykkt var að vísu
stjórnarfrumvarp, en það ákvæði þess sem má telja mesta nýjung,
að þrítugt fólk og eldra ætti skýlausan rétt á lausamennskuleyfi
ókeypis, kom frá þinginu.88
Varla verður á milli séð hvort var íhaldsamara og hvort frjáls-
lyndara á landshöfðingjatímanum, Alþingi eða Islandsráðuneytið
í Kaupmannahöfn. Niðurstaðan verður því sú að átökin á milli
þessara aðila um félagsmálastefnu hafi verið nokkurn veginn ein-
skorðuð við sjöunda áratug 19. aldar - og væri fróðlegt að vita
hver eða hverjir þar hafa ráðið ferðinni í Kaupmannahöfn. - Því er
ómögulegt að gera þennan ágreining að meginafli í sjálfstæðisbar-
áttu íslendinga.
Kenning Guðmundar Hálfdanarsonar um orsakatengsl þjóð-
ernishyggju og félagslegrar íhaldsemi Islendinga á 19. öld virðist
því ekki standast nákvæma könnun. Aftur á móti hefur hann, að
mínum dómi, gert afar glögga og upplýsandi rannsókn á sambúð
þessara tveggja stefna á Islandi. I meginatriðum finnst mér hún
leiða í ljós að íslendingar hafi verið þjóðernissinnar en ekki frjáls-
lyndir (liberal í evrópskri merkingu), þótt auðvitað séu þær línur
engan veginn táhreinar, og ég sé ekkert alvarlegt vandamál við að
skýra það. Islendingar vildu einkum tryggja að það pólitíska sjálf-
stæði sem þeir höfðu búið við í raun í einveldiskerfinu flyttist inn
í lýðræðissamfélagið, sem var að þróast í Danmörku og hlaut að
koma til íslands í einhverri mynd. Það var svo misjafnt eftir mál-
86 Björn Þórðarson, Alþingi og konungsvaldið ([1949]), 21.
87 Jón Blöndal og Sverrir Kristjánsson, Alþingi og félagsmálin (1954), 27-28. -
Stjórnartíðindi 1888 A (1888), 2-5 (nr. 1).
88 Jón Blöndal og Sverrir Kristjánsson, Alþingi og félagsmálin (1954), 28-30.