Skírnir - 01.04.2004, Side 186
180
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
efnum, einstaklingum og tímabilum, hve mikinn áhuga menn
höfðu á að þróa lýðræðissamfélagið áfram á Islandi.
Hvenær urðu Islendingarpólitísk þjóðf
Það mun lengi hafa verið ríkjandi skoðun að íslendingar hafi al-
mennt tekið stefnuna á sjálfstæði, meira eða minna algert, á árun-
um í kringum byltingarölduna 1848 og þjóðfundinn.89 Ég hef
löngum haldið því fram að forystumenn íslenskra bænda hefðu
tekið þessa stefnu ekki síðar en um þjóðfund 1851.90 Líklega hef
ég alltaf farið varlega í að fullyrða á prenti hvenær sú stefna hefði
náð á sama hátt til landsmanna allra; síðast reynist ég hafa ályktað
að meirihluti þjóðfundar hafi „represented the opinions of the
higher strata of society, down to the average farmer."91 Annars
staðar hef ég bent á að ný alda pólitísks áhuga hafi risið af þjóðhá-
tíðinni 1874.92
Hér fer Guðmundur Hálfdanarson aðra leið í bók sinni, ís-
lenska þjóðríkinu, og ályktar að lítil þátttaka í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um sambandslagasamninginn 1918, tæp 44%, sýni að
meirihluta kosningabærra manna hafi þá enn fundist að sjálfstæð-
isbaráttan kæmi sér lítið við. „I sjálfu sér voru þetta eðlileg við-
brögð, [segir Guðmundur] vegna þess að baráttan við Dani hafði
aldrei verið háð undir formerkjum almenns borgararéttar eða jafn-
réttis þegnanna." Hann ber þetta saman við atkvæðagreiðsluna
um sambandsslit og lýðveldisstofnun 1944, þegar yfir 98% greiddu
atkvæði, og segir að fyrst þá hafi „innri sjálfstæðisbaráttu íslend-
inga ... að fullu verið lokið ...“93 Ef það hefur ekki gerst fyrr en
undir 1944 má segja að okkur Guðmundi beri á milli um eina sjö
til níu áratugi um það hvenær Islendingar urðu pólitísk þjóð.
89 Sbr. Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn Alþingis og þjóifundurinn (1993),
424-26.
90 Gunnar Karlsson, „The Emergence of Nationalism in Iceland" (1995), 41-42.
91 Gunnar Karlsson, Iceland’s 1100 Years (2000), 214.
92 Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum
(1977), 381-82.
93 Guðmundur Hálfdanarson, íslenska þjóðríkið (2001), 139, 143.