Skírnir - 01.04.2004, Qupperneq 187
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
181
Þátttaka í kosningum til Alþingis er eini heildstæði tölfræði-
mælikvarðinn sem við höfum á pólitíska virkni. Um kosningarétt
til Alþingis má segja til yfirlits að hann var í fyrstu einskorðaður
við hóp sem samanstóð að mestu af efnaðasta hluta bænda og náði
varla til 5% þjóðarinnar, en árið 1857 var kosningaréttur aukinn
verulega: allir sjálfbjarga bændur, embættismenn og háskóla-
menntaðir menn, kaupstaðarborgarar og þurrabúðarmenn sem
greiddu 6 ríkisdali í útsvar fengu kosningarétt. Þessar reglur giltu
svotil óbreyttar fram yfir aldamót og í aðalatriðum uns konur
fengu kosningarétt, 1915 og 1920. Allan tímann var aldurstak-
markið við 25 ár.94 Um þátttöku í kosningum eru ekki aðgengileg-
ar upplýsingar fyrir landið í heild fyrr en frá og með 1874. En
svona líta tölurnar út eftir það og fram undir 1918. Til að einfalda
útreikninginn nem ég staðar við 1914, áður en konur fengu kosn-
ingarétt til Alþingis:95
ÁR KJÓSENDUR ALLS Á KJÖRSKRÁ % AF ÍBÚUM KOSNINGA ÞÁTTTAKA % ÞÁTTTAKENDUR í KOSNINGUM SEM % AF MANNFJÖLDA
1874 6.183 8,8 19,6 1,72
1880 6.557 9,1 24,7 2,25
1886 6.648 9,2 30,6 2,82
1892 6.841 9,5 30,5 2,90
1894 6.733 9,2 26,4 2,43
1900 7.329 9,4 48,7 4,58
1902 7.539 9,5 52,6 5,00
1903 7.786 9,8 53,4 5,23
1908 11.726 14.1 75,7 10,67
1911 13.136 15,4 78,4 12,07
1914 13.400 15,3 70,0 10,71
Hér virðist lengst af hvorki útbreiddur kosningaréttur né mikil
þátttaka meðal þeirra sem hafa hann. Við skulum byrja á að skoða
hvaða fólk myndar þau 98-88% þjóðarinnar sem máttu ekki eða
höfðu ekki áhuga á að kjósa til Alþingis.
94 Einar Laxness, íslandssaga i-r (1995), 58-59.
95 Hagskinna (1997), 877 (tafla 19.1). Síðasti dálkurinn er reiknaður út frá hinum
hlutfallstölunum í töflunni, og kunna tölurnar því að vera örlítið ónákvæmar.