Skírnir - 01.04.2004, Page 188
182
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
(1) Fyrst er rétt að draga frá börn og ungmenni innan 25 ára
aldurs. Allan þennan tíma var fólk undir þeim aldri fleira en þeir
eldri, frá 55% árið 1870 til 52% 1910.%
Ef við einbeitum okkur að fullorðna fólkinu, eins og það var
afmarkað á þessum tíma, má því hækka hlutfallstölur þeirra sem
höfðu kosningarétt um rúmlega helming og ívið meira framan af,
upp í nálægt 20% á fyrstu árunum og rúm 30% undir lok tíma-
bilsins. Þau 80-70% fullorðins fólks sem hafði ekki kosningarétt
má svo telja í tveimur hópum:
(2) Konur voru rúmlega helmingur þjóðarinnar og heldur fleiri
hlutfallslega eftir því sem kom ofar í aldursröðina. Hér er nægilega
nákvæmt að telja þær helming.
(3) Karlmenn sem höfðu ekki kosningarétt: vinnumenn, bænd-
ur sem skulduðu sveitarstyrk og þurrabúðarmenn sem náðu ekki
útsvarslágmarki til kosningaréttar hafa samkvæmt þessu verið
30-20% fullorðinna. Hlutfall þeirra fór lækkandi, bæði af því að
útsvör hafa hækkað og fleiri því náð lágmarkinu97 og af því að út-
svarslágmark þurrabúðarmanna var fært niður úr 12 kr. í 4 kr., og
lausamönnum veittur kosningaréttur með því útsvarslágmarki,
með stjórnarskrárbreytingu árið 1903.98 Með tímabilið 1874-1914
undir í heild má því segja að helmingur uppkominna karlmanna
hafi haft kosningarétt.
(4) Loks er að telja karlmenn sem höfðu kosningarétt en not-
uðu hann ekki. Þeir voru langflestir bændur. Aðrir hópar, embætt-
is- og menntamenn, kaupstaðarborgarar og þurrabúðarmenn sem
náðu útsvarslágmarki telja lítið í samanburði við þá. Um 80%
bjargálna bænda hafa því látið ógert að koma á kjörfund á fyrstu
árum löggjafarþings, hlutfall þeirra síðan lækkað niður í helming
um aldamótin 1900 og í fjórðung í kosningunum sem snerust um
uppkastið að nýjum sambandssamningi Dana og Islendinga 1908.
96 Hagskinna (1997), 124-25 (tafla 2.11).
97 Alkunna er að laun fóru hækkandi, sem hlýtur að hafa leitt til þess að fleiri
náðu útsvarslágmarki. Þannig eru heimildir um að dagsverk karla í þéttbýli hafi
hækkað úr 2 kr. árið 1870 í 3,60 árið 1907. - Hagskinna (1997), 608 (tafla 12.3).
98 Lovsamling for Island XXI (1889), 737. - Stjórnartíðindi 1903 A (1903), 70 (nr.
16).