Skírnir - 01.04.2004, Side 189
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
183
Ef við byrjum á konunum þá gátu þær ekki sýnt stjórnmála-
fylgi sitt í kosningum. En þær gátu greitt atkvæði með klæðaburði
sínum. Sigurður Guðmundsson málari tók að sér að hanna búning
sem íslenskar konur gætu klæðst sem pólitískri þjóðernisyfirlýs-
ingu. Hann lagðist af einhverjum ástæðum gegn gamla faldbún-
ingnum og teiknaði tvo búninga, skautbúning á árunum 1859-60
og kyrtilbúning um 1870." Að klæðast þessum búningi hefur ver-
ið pólitísk yfirlýsing, eins og kemur fram í bréfi Sigurðar til Jóns
Sigurðssonar árið 1870. Sigurður segir að halda eigi dansleik í lat-
ínuskólanum á næstunni og vonar að fjórar eða fimm stúlkur fari
þangað á búningum sínum:100
Eg heyri undir væng hjá dansklunduðu drósunum hér í bænum, að þeim
þykir þetta eins konar óhæfa og „gamla sérvizkan úr mér“, svo eg býst
við, að ef af þessu verður, að það dansk-íslenzka og íslenzka kvenfólk
lendi í stríði út úr þessu, því þær dönsku hafa gert allt til að spilla þessu
með kjaftæði um bæinn og er því komin kergja í hinar. Eg hlakka til að
sjá, hvernig kvenþjóðin stendur sig, ef í stríð fer, því þetta er orðið eins
konar tegund af frelsis- og þjóðernis-stríði þeirra á milli; varla dettur
þetta mál niður með öllu.
Og vorið 1874 skrifaði Sigurður, líklega Páli Vigfússyni stúdent,
síðar á Hallormsstað:101 „kvennbúningurinn hleipur áfram núna
meir enn nokkurn tíma áður yfir alt land og það er vafalaust þjóð-
hátíðinni að kénna því þjóðernið er ríkast í kvennfólkinu þegar á
herðir ..." Um miðjan júní skrifar hann Jóni Sigurðssyni og spyr
hvort ekki muni hægt að „autografera“ búninga-uppdrætti og seg-
ir: „Islenzki kvenbúningurinn eykst nú í ár meira en nokkru sinni
áður, og er orðið ókljúfandi verk fyrir mig að útvega öllum upp-
drætti, sem þurfa ...“102
Nú var Sigurði málara vafalaust lagið að færa nokkuð í stílinn.
En að því er Kristján Eldjárn segir í bók sinni, Hundrað ár íÞjóð-
99 Margrét Guðmundsdóttir, „Pólitísk fatahönnun“ (1995), 32-36.
100 Jón Sigurðsson og Sigurður Guðmundsson, „Bréfaviðskipti 1861-1874“
(1929), 71. Þessa tilvitnun og þá næstu á ég Guðjóni Friðrikssyni að þakka.
101 Lbs. 1830 4to.
102 Jón Sigurðsson og Sigurður Guðmundsson, „Bréfaviðskipti 1861-1874“
(1929), 95.