Skírnir - 01.04.2004, Side 190
184
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
minjasafni, hvarf gamli faldbúningurinn og sást varla eftir 1870, og
hlýtur þar að miða við ljósmyndir í Þjóðminjasafni, „en nýi bún-
ingurinn fór sigurför, varð um skeið mjög vinsæll ...“103 Sam-
kvæmt þessu hefur það tekið um áratug fyrir þennan pólitíska
klæðnað að slá í gegn. Ekki veit ég hvort allar konur sem létu taka
sig af í skautbúningi, eins og það var kallað, áttu hann sjálfar eða
fengu að láni; ég þori ekki einu sinni að aftaka að einhverjir ljós-
myndarar á þessum árum hafi átt búninga til að lána konum sem
komu til ljósmyndunar. En það skiptir ekki öllu máli, því það eitt
að velja skautbúninginn til að sjást í honum á mynd sem átti að
senda frændfólki og vinum var pólitísk yfirlýsing. Auðvitað fóru
ekki hvers konar konur til ljósmyndara, en sanngjarnt kann að
vera að giska á að það hafi gert álíka stórt hlutfall kvenna og það
hlutfall karla sem sótti kjörfundi til Alþingis. Af því getum við svo
ályktað að líklegast sé að konur hafi pólitíserast nokkurn veginn í
takt við karla af sömu samfélagsstöðu, þannig að við þurfum ekki
að hugsa sérstaklega um afstöðu þeirra.
Þá kemur að körlum sem voru útilokaðir frá kosningarétti.
Um stjórnmálaáhuga þeirra má vitna til bernskuminninga Jakobs
Hálfdanarsonar, fyrsta kaupfélagsstjóra Þingeyinga, en hann var
fæddur árið 1836 og þannig um tíu ára þegar fyrstu Alþingistíð-
indin bárust á heimili hans. Hann segir:104
Almennt hefur gjarnast verið haft til skemmtunar sögur og rímur, og það
bar við, að ég las nokkuð af þeim, var þá gömlu fólki og vinnuhjúum vel
skemmt. En það kom oft annað í leikinn, sem tíðast gekk undir nafninu
„nýi grauturinn", hjá sama fólki, og yfirhöfuð þar sem ég vissi til í ná-
grenninu. Faðir minn keypti nefnilega Nýju félagsritin, útvegaði sér Al-
þingistíðindi og svo tímaritin og seinna Ármann á Alþingi. Það voru nú
foreldrar mínir ein, sem höfðu löngun til að heyra þetta, og ég varð hrif-
inn af mörgum hugvekjum til framfara og félagsskapar, sem þessi rit
höfðu í sér fólgnar ...
Hér er Jakob að tala um fólk sem var komið á fullorðinsár þegar
nýi grauturinn fór að berast því. Það fólk sem ólst upp við nýjan
103 Kristján Eldjárn, Hundrab ár í Þjóðminjasafni ([1962]), 36. kafli.
104 Jakob Hálfdanarson, Sjálfsœvisaga. Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga (1982),
19.