Skírnir - 01.04.2004, Page 192
186
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
kosningalög til Alþingis frá 1857 og fram á 20. öld. Aftur á móti
var kosningaréttur til þjóðfundar takmarkaður við 30 ára aldur í
stað 25 við Alþingiskosningar.106 Ekki er vitað um kjörsókn til
þjóðfundar á landinu í heild, en í Vesturamtinu var hún rúmlega
25%. Hins vegar segir Aðalgeir Kristjánsson „greinilegt að víða
var meira fjölmenni á sýslufundum þar sem kannaðir voru kostir
væntanlegra þjóðfundarmanna en á kjörþingi þar sem þeir voru
löglega kjörnir."107
Nákvæmasta könnun sem ég þekki á útbreiðslu stjórnmála-
áhuga á 19. öld er mín eigin á félagsstarfi Suður-Þingeyinga á 19.
öld. Ég ætla að rekja niðurstöðurnar í stuttu máli og tek fram í eitt
skipti fyrir öll að alltaf voru sjálfstæðiskröfur meðal þess sem pólit-
ískir Suður-Þingeyingar gerðu. Það er því enginn vafi að þeir sem
voru pólitískir í héraðinu voru þjóðernispólitískir.
Á fyrstu árum Alþingis, fram yfir þjóðfund, voru óskir al-
mennings til Alþingis settar fram í formi rækilega rökstuddra
bænarskráa. Örfáir fyrirmenn í sveitum, einkum prestar og hrepp-
stjórar, hafa samið þessar bænarskrár, en undir þeim standa iðu-
lega nöfn helmingi fleiri manna en höfðu kosningarétt í sýslunni.
Oft er röð nafna í sömu röð undir þeim, stundum mörg skrifuð
með sömu rithendi. Hætt er við að margur hafi leyft notkun á
nafni sínu án þess að hafa djúpa sannfæringu um það sem beðið
var um. Aftur á móti eru bænarskrárnar sýnilega ekki beinlínis
falsaðar, og finna má merki þess að bændur léðu ekki nöfn sín
undir það sem þeir voru beinlínis mótfallnir.108
Á árunum frá því um 1855 og fram yfir 1874 voru það svokall-
aðir sýslufundir sem birtu pólitískan vilja Suður-Þingeyinga. Þeir
voru oftast fásóttir, af tólf til 50 manns. Aðeins kemur fyrir á þess-
um tíma að safnað sé fjölda undirskrifta undir bænarskrár. Setn-
ingu stöðulaganna um samband íslands og Danmerkur árið 1871
var þannig mótmælt skriflega af 353 Suður-Þingeyingum, nokkru
fleiri en þá voru á kjörskrá í sýslunni. Bændur studdu því almennt
106 Lovsamling for Island XIV (1868), 348.
107 Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn Alþingis og þjóðfundurinn (1993), 238-41.
108 Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum
(1977), 33—49.