Skírnir - 01.04.2004, Síða 193
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
187
stjórnskipunarkröfur sjálfstæðishreyfingarinnar ef þeir voru
beðnir um það. En ekki verður séð að þeir hafi borið þær mjög
fyrir brjósti.109
Um 1880 var tekið upp nýtt kerfi stjórnmálastarfs með
svokölluðum þingmálafundum sem voru talsvert fjölsóttari en
sýslufundirnir höfðu verið, þó aldrei sóttir af meira en um 70
manns, svo að getið sé um, á því tímabili sem ég kannaði málið, til
og með 1891. En stundum voru kosnir menn í hreppum á þing-
málafundi sýslunnar, og þá hafa verið haldnir fundir heima í
hreppunum til að kjósa þá og kannski ræða málin. í Helgastaða-
hreppi einum (Aðaldal, Reykjadal og Laxárdal) var þannig hald-
inn 60 manna fundur vorið 1891. Áþessu tímabili var líka gerð til-
raun til að stofna stjórnmálaflokk í Suður-Þingeyjarsýslu, Þjóðlið
Islendinga, árið 1884. Hæsta félagatala sem þar er vitað um er frá
árinu 1885; þá höfðu 437 manns borgað eina krónu hver í félags-
gjald. Það var ekki há upphæð að vísu, um 40% af dagsverki karl-
manns við heyannir. Samt sýnir þetta að aðild að Þjóðliðinu var
meira en að lána nafn sitt á nafnaskrá. 430 af 437 skuldlausum fé-
lögum árið 1885 voru úr austurhluta Suður-Þingeyjarsýslu, flestir
úr þremur hreppum, Mývatnssveit, Helgastaðahreppi og Ljósa-
vatnshreppi, og í þessum hreppum voru aðeins 155 manns á kjör-
skrá árið 1880.110 Þannig voru næstum þrír Þjóðliðsmenn á hvern
kjósanda.
Á níunda og tíunda áratug 19. aldar var líklega meiri stjórn-
málaáhugi og almennari stjórnmálaþátttaka í Suður-Þingeyjar-
sýslu en í nokkru öðru kjördæmi á landinu. Því er óvíst hvað má
lesa út úr þessum tölum um landið í heild. Aftur á móti má lesa út
úr þeim alvarlega véfengingu á því að nota þátttöku í Alþingis-
kosningum sem mælikvarða á pólitíska vitund. í þrennum Alþing-
iskosningum á langa áratugnum 1880-1892 kusu á bilinu 89-101 í
Suður-Þingeyjarsýslu, það eru 26-33% kosningabærra manna, að
meðaltali nákvæmlega jafnhátt landsmeðaltali, 28,6%. I einum
109 Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta suður-binzeyinva og lón á Gautlöndum
(1977), 112-23, sbr. 18.
110 Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum
(1977), 149-52, 163-77.