Skírnir - 01.04.2004, Page 194
188
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
þessara kosninga fékk sá sem var kosinn 94% atkvæða, í hinum
tvennum fékk hann þau öll.111
Þessi úrslit gefa hugmynd um hvers vegna kjörfundir voru
ekki sóttir meira en raun ber vitni. I landinu var aðeins ein stjórn-
málahreyfing, sjálfstæðishreyfingin. Langoftast hefur forystuliðið
verið búið að ákveða og gera nægilega kunnugt hver yrði kosinn á
þing, og þeir bændur sem ekki höfðu frétt um það fyrir kjörfund
hafa þóst geta treyst því að forysta hreyfingarinnar fyndi einhvern
til að kjósa.
Athugun á pólitísku fundarstarfi á landinu í heild undir lok 19.
aldar varar líka við því að draga eindregnar ályktanir af kosninga-
þátttöku. Þá komst smám saman á sá siður að haldnir væru þing-
málafundir fyrir hvert þing í hverju kjördæmi. Árið 1895, sem ég
þekki vegna þess að ég tók það til sérstakrar athugunar í
kandídatsritgerð minni, voru haldnir þingmálafundir í öllum kjör-
dæmum. Sums staðar var fullkomlega tvöfalt fundakerfi þar sem
undirbúningsfundir í öllum hreppum kusu fulltrúa á kjördæmis-
fund, - raunar var kerfið þrefalt þetta ár því að kjördæmisfundirn-
ir kusu fulltrúa á Þingvallafund. - Fundarmenn á kjördæmisfund-
um voru frá 20 og upp í kringum 100 eða kjörnir fulltrúar með
umboð frá um 120 fundarmönnum hreppafunda. Ég áætlaði laus-
lega að eitthvað á annað þúsund manns hefði tekið þátt í þessu
fundarstarfi.112 I Alþingiskosningum árið áður höfðu álíka marg-
ir kosið eða 1.779, sem er 26,4% þátttaka.113 I grófum dráttum má
því segja að rétt fyrir aldamótin 1900 hafi um fimmtungur til
fjórðungur kosningabærra manna verið farinn að taka þátt í pólit-
ísku fundarstarfi, að minnsta kosti annað hvert ár, þegar Alþingi
var haldið. Það er raunar ekki hærra hlutfall en í undirbúningi
þjóðfundar, samkvæmt vitnisburði Aðalgeirs Kristjánssonar sem
er tilfærður hér á undan. Hins vegar er þessi þátttaka í fundarstarfi
auðvitað margföld á við það sem tíðkast nú á dögum, jafnvel í
kosningabaráttu á fjögurra ára fresti. Nú þykir það góður árangur
111 Hagskinna (1997), 877 (tafla 19.1). - Gunnar Karlsson: Frelsisbardtta suður-
þingeyinga ogjón á Gautlöndum (1977), 18.
112 Gunnar Karlsson, Frá endurskoðun til valtýsku (1972), 59-60.
113 Hagskinna (1997), 877 (tafla 19.1).