Skírnir - 01.04.2004, Page 197
SKÍRNIR
SYRPA TJM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
191
Eftir það sem á undan var gengið í togstreitu um sambandsmál
Danmerkur og Islands er ólíklegt annað en að atkvæðagreiðslan
1918 hafi haft táknrænt gildi í hugum einhverra. En þá má líka
spyrja um táknrænar athafnir, hvað við eigum að krefjast mikillar
þátttöku í þeim til þess að viðurkenna að þær sýni vilja samfélags-
ins. Vorið 1973 var haldinn fundur á Lækjartorgi í Reykjavík til að
mótmæla framkomu Breta í þorskastríði. Þar töluðu fulltrúar allra
stjórnmálaflokka, og í heimild minni, Öldinrti okkar 1971-1975,
segir að um eða yfir 30 þúsund manns hafi sótt fundinn.117 Ibúar
Stór-Reykjavíkur voru þá eitthvað rúmlega 110 þúsund. Þar af
hafa um 75 þúsund verið 15 ára og eldri,118 þannig að þátttaka
uppkominna Stór-Reykvíkinga hefur verið um 40%, ef við gerum
ekki ráð fyrir neinum yngri eða lengra að komnum. Þó finnst
okkur þessi fundur vitnisburður um sterkan stuðning þjóðarinn-
ar við málstað ríkisstjórnar Islands í landhelgismálinu, og við vit-
um af öðrum heimildum að sá stuðningur var mikill og ákafur.
Kannski verður aldrei nema um helmingur þjóðar svo pólitískur
að hann hreyfi sig úr stað þess vegna.
Nema í pólitískum kosningum 20. aldar. Eins og kemur fram
hér á undan voru milli 70 og 80% kosningabærra karlmanna farn-
ir að sækja kjörfundi á fyrstu áratugum aldarinnar. Með kosninga-
rétti kvenna lækkaði heildarhlutfallið í bili, en á fjórða áratugnum
komst það yfir 80% og upp undir 88% þegar best lét, og hefur
haldist svipað síðan.119 Það er meiri háttar afrek stjórnmálaflokk-
anna að koma þessum sið á. Miðað við þann fjölda kjósenda sem
mundu segja aðspurðir að það væri sami rassinn undir flokkunum
öllum og engu máli skipti hver væri við völd verður að teljast
meira undrunarefni hve margir kjósa á 20. og 21. öld en hve fáir
gerðu það á 19. öld eða í sambandslagakosningunum 1918.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um lýðveldisstofnunina 1944 hefur
hér mikla sérstöðu. Hún var ekki keppni milli flokka; allir vissu
fyrirfram hver úrslitin yrðu. Þátttakan var líka svo miklu meiri en
í Alþingiskosningum um sama leyti að athygli vekur. Það er utan
117 Öldin okkar. Minnisverð tíðindi 1971-1975 (1983), 149.
118 Hagskinna (1997), 77 (tafla 2.4), 125 (tafla 2.11).
119 Hagskinna (1997), 877 (tafla 19.1).