Skírnir - 01.04.2004, Page 198
192
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
við viðfangsefni mitt hér að svara því hvers vegna tókst að fá nán-
ast alla Islendinga á kjörstað 1944. En ég varpa því fram ábyrgðar-
laust að það hafi gerst vegna þess að ákvörðunin um að segja kon-
ungssambandinu við Dani upp meðan þeir voru undir hernámi
þýskra nasista hafði sætt verulegri andstöðu lögskilnaðarmanna
og var örugglega tekin með dálítið slæmri samvisku. Vegna sam-
viskubitsins, vegna þess að Islendingar vissu að þeir voru í ráns-
ferð, var engum þolað að skerast úr leik.
Með því sem hér hefur verið sagt þykist ég hafa eyðilagt at-
kvæðagreiðsluna um fullveldissamninginn 1918 sem vitnisburð
um að meirihluti Islendinga hafi ekki verið orðinn þjóðernissinn-
aður og pólitískt hugsandi þá. Um hitt verður minna um svör
hvenær það hafi þá orðið. En í allra síðasta lagi vil ég setja termin-
um ante quem við viðbrögð Reykvíkinga við fánatökunni í
Reykjavíkurhöfn 12. júní 1913, þegar danskur skipherra hafði
slysast til að taka óformlegan fána Islendinga, bláhvíta fánann, af
Einari Péturssyni, sem réri með hann einn á árabát sínum á
Reykjavíkurhöfn. Um kvöldið var haldinn mótmælafundur í porti
barnaskólans, sem seinna var kallaður Miðbæjarskólinn, boðaður
af Alþingismönnum bæjarins. í blaðafrétt segir að hann hafi sótt
milli fjögur og fimm þúsund manns. Vant er að meta hve nærri lagi
sú ágiskun er, en í öðru blaði segir frá því þegar gengið var frá
fundarstað að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, sem var þá við
Stjórnarráðshúsið: „var mannsöfnuðurinn svo mikill, að Lækjar-
gatan frá Barnaskóla að Stjórnarráðsbletti var svört af fólki..." 120
Þessi leið mun vera um 300 metra löng, og má áætla að 400 manns
hafi rúmast þar einn fram af öðrum. Þarf því tíu manns hlið við
hlið til að fylla 4.000. Það getur vel komið heim við frásögn blaðs-
ins.
Þegar þetta gerðist voru Reykvíkingar um 13.000 og þar af
8.500 fimmtán ára og eldri.121 Hér hefur því upp undir helming-
ur uppkominna Reykvíkinga verið á fundi, eða hlutfallslega held-
120 Agnar Kl. Jónsson, „Fánatakan á Reykjavíkurhöfn sumarið 1913“ (1954-58),
238-41.
121 Hagskinna (1997), 77 (tafla 2.4), 125 (tafla 2.11).