Skírnir - 01.04.2004, Page 199
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
193
ur fleiri en þeir sem mótmæltu Bretum í þorskastríðinu 1973.
Vegna þess sem haft var eftir Guðmundi Hálfdanarsyni hér að
framan, að almenningur hafi ekki eignað sér sjálfstæðisbaráttuna
af því að hún „hafði aldrei verið háð undir formerkjum almenns
borgararéttar eða jafnréttis þegnanna" má minna á að þetta var
Reykjavíkurlýðurinn, fólk sem hafði brotist undan lögmálum
gamla sveitasamfélagsins um að allir skyldu eiga heima á heimil-
um bænda. Auðvitað drægi ég ekki svona eindregna ályktun af
fundinum um fánamálið ef hann stæði einstakur. En á fyrstu ára-
tugum 20. aldar höfum við fleira sem bendir í sömu átt: upphaf
ungmennafélaga víðs vegar um landið, fjársöfnun til að stofna
Eimskipafélag íslands, snöggan vöxt í kosningaþátttöku til Al-
þingis, ekki bara 1908, þegar tekist var á um uppkastið, heldur
enn frekar í næstu kosningum, 1911. Þarna er greinilega pólitísk
þjóð á ferð.
Með þjóðfundi 1851 tóku Islendingar stefnu á sjálfstæði. Þá
varð til þjóðernisleg stjórnmálahreyfing sem ríkti sem eina stjórn-
málahreyfing landsins, stundum að vísu klofin í tvær fylkingar en
alltaf með eina meginstefnu, uns verkalýðshreyfing kom til á
fyrstu áratugum 20. aldar. Á áratugunum sex milli þjóðfundar og
fánatökunnar 1913, fyrr eða síðar á þeim, tileinkaði þjóðin sér
fylgi við þessa hreyfingu.
Hvenær verbur mabur íslenskurf
Þá er komið fram á 20. öld, og síðasta umræðuefni mitt fjallar um
hana. í greinasafninu Þjóberni í þúsund drf varpar Unnur Karls-
dóttir fram til umhugsunar þeirri spurningu hvenær maður af út-
lendum uppruna fari að teljast íslendingur í augum heimamanna.
Þar segir:122 „Skilgreining okkar á útlendu fólki sem sest hér að er
eitt dæmi um hversu tamt okkur er að hugsa á þá leið að maður sé
ekki íslenskur nema það sé arftekið í mörg hundruð ár og helst í
báða ættliði." Nú fer varla framhjá neinum að grein Unnar er
skrifuð í örlítið léttum stíl sem heimilar svolitlar ýkjur. Engu að
122 Unnur Karlsdóttir, „Maður íslenskur“ (2003), 193.