Skírnir - 01.04.2004, Síða 200
194
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
síður vekur hún óhjákvæmilega spurningu um hve fordómafullir
Islendingar raunverulega eru og hafa verið í garð þeirra landa
sinna sem eru af útlendum uppruna. Hér verða þó að nægja
nokkrar litlar hugdettur um fyrstu áratugi aldarinnar, þann tíma
sem Unnur fjallar mest um í grein sinni og einkennist allra tíma
mest af ákafri þjóðernishyggju og arfbótastefnu á Islandi. Ekki
man ég eða þekki neitt dæmi þess að maður sem var fæddur er-
lendis af útlendu foreldri hafi komist til metorða á Islandi á þessu
tímabili. Aftur á móti má benda á tvo annarrar kynslóðar íslend-
inga, í aðra ætt eða báðar, sem náðu talsvert hátt.
Knud Zimsen, borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 1914-32,
var fæddur í Hafnarfirði, þar sem foreldrar hans voru búsettir, en
þau voru bæði fædd Danir og báru dönsk nöfn.123 Hann var kos-
inn borgarstjóri í Reykjavík í maí 1914, tæpu ári eftir að helming-
ur uppkominna Reykvíkinga hafði safnast saman á fundi til að
votta óformlegum íslenskum fána hollustu sína. Knud hlaut átta
atkvæði í 15 manna bæjarstjórn, en keppinautur hans, Sigurður
Eggerz sýslumaður Skaftfellinga, Alþingismaður og rétt óorðinn
ráðherra á vegum Sjálfstæðisflokksins,124 hlaut fimm atkvæði.125
Enginn fastur meirihluti virðist hafa verið í bæjarstjórn þegar
þetta gerðist, og sex árum síðar, þegar kjörtímabil Knuds var á
enda, var borgarstjóri kosinn í almennum kosningum. Þá sigraði
hann Sigurð Eggerz naumlega, með 1.760 atkvæðum gegn 1.584 í
kosningum eftir óljósum flokkslínum. Árið 1926 var Knud einn í
kjöri vegna þess að andstæðingur hans, frambjóðandi Alþýðu-
flokksins, taldist ekki kjörgengur. Næst var borgarstjóri kosinn í
bæjarstjórn eftir bæjarstjórnarkosningar 1930, þar sem nýstofnað-
ur Sjálfstæðisflokkur hafði fengið hreinan meirihluta og 53,2% at-
kvæða, og var Knud kosinn af honum. Tæpum þremur árum síð-
ar lét hann af störfum vegna heilsubrests. I bæjarstjórn er hann
sagður hafa myndað eins konar flokk að baki sér, sem hlýtur að
mestu að hafa verið myndaður af þeim efnivið sem stofnaði Sjálf-
123 Knud Zimsen, Við fjörð og vík (1948), 5-8.
124 Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð íslands I (1969), 144-45.
125 Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur 1870-1940 I (1991), 425.