Skírnir - 01.04.2004, Blaðsíða 201
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
195
stæðisflokkinn yngri 1929, og kallaði Alþýðublaðið hann oft
Borgarstjóraflokkinn.126 Má því segja að Knud hafi lagt grunn að
áratugalöngu veldi Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Ólafur Thors forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins átti alíslenska móður, en faðir hans, Thor Jensen, var
danskur nýbúi á Islandi, fluttist þangað á fimmtánda ári sem
verslunarlærlingur hjá kaupmanninum á Borðeyri.127 Árið 1925
var Ólafur kosinn Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu,
33 ára gamall, og sat á þingi til æviloka, 1964. Hann gegndi fyrst
ráðherrastarfi um rúmlega mánaðarskeið 1932. Síðan var hann
ráðherra í sjö ríkisstjórnum á árunum 1939-63 og forsætisráð-
herra í fimm þeirra. Formaður Sjálfstæðisflokksins var hann í 27
ár, 1934-61.128
Erfitt er að ímynda sér að þessir menn hefðu náð slíkum frama
ef þeir hefðu verið álitnir eitthvað annað en íslenskir, síst á vegum
þess flokks sem öðrum fremur var merkisberi þjóðernishyggju á
þessu skeiði.129 I ævisögum þeirra kemur hvergi fram að danskur
uppruni hafi verið svo mikið sem hafður gegn þeim í málflutningi
pólitískra andstæðinga, og var þó flestu tiltæku beitt á þessum
árum.130 Allt bendir til að þeir hafi almennt verið álitnir þeir Is-
lendingar sem þeir vafalaust voru.
Þetta sýnir að staðhæfing Unnar stenst að minnsta kosti ekki
bókstaflega. Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort hún standist í
einhverjum skilningi. Auðvitað deildu Islendingar fordómum
Evrópubúa á Gyðingum og öllum öðrum sem töldust til annar-
legra kynstofna, eins og kemur fram í grein Unnar.131 Það hefur
Þór Whitehead staðfest og minnt á hvernig íslensk stjórnvöld tóku
126 Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur 1870-1940 II (1994), 91-97, 271-72. -
Knud Zimsen, Við fjörð og vík (1948), 200-17.
127 Thor Jensen, Reynsluár (1954), 7, 51-56.
128 Jón Guðnason og Pétur Haraldsson, fslenzkir samtíðarmenn II (1967), 117. -
Agnar Kl. Jónsson, Stjómarrdð íslands I (1969), 209-314.
129 Svanur Kristjánsson, Sjálfstxðisflokkurinn (1979), 15-24.
130 Knud Zimsen, Viðfjörð og vík (1948), einkum 192-217. - Mig rámar í að hafa
heyrt vísu þar sem ort er um „danska Knút“, en hún er ekki í ævisögunni. -
Matthías Johannessen, Ólafur Thors I—II (1981).
131 Unnur Karlsdóttir, „Maður íslenskur“ (2003), 192-93.