Skírnir - 01.04.2004, Side 202
196
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
fyrir að Bandaríkjamenn hefðu svarta hermenn í liði sínu hér, allt
fram á sjöunda áratug aldarinnar.132 En þar virðist hrein kynþátta-
hyggja á ferð og varla ástæða til að slá henni saman við þjóðernis-
hyggju. I grein Unnar, og enn frekar í bók hennar um mannkyn-
bótastefnuna, kemur vel fram að hér á landi voru fjórir sérstaklega
stílsnjallir menn sem tjáðu sig hiklaust og eindregið um mannkyn-
bætur og óæskilega kynblöndun: heimspekingarnir Ágúst H.
Bjarnason og Guðmundur Finnbogason og læknarnir Steingrímur
Matthíasson og Guðmundur Hannesson.133 Einhliða safn af til-
vitnunum í rit þeirra getur auðveldlega vakið þá hugmynd að hér
hafi ríkt ofstæki á þessu sviði á árunum milli heimsstyrjalda. I bók-
inni kemst Unnur þó ekki að þeirri niðurstöðu að svo hafi verið,
heldur að hér hafi verið frjó jörð fyrir arfbótastefnu vegna þess hve
auðveldlega hún blandaðist þjóðernishyggju, en hún hafi aldrei náð
að blómstra af því að hér hafi ekki steðjað að sambærilegar hættur
og í grannlöndunum, „innflytjendastraumur og ekta stórborgar-
samfélag með tilheyrandi stéttaskiptingu, misskiptingu auðsins,
mengun og sjúkdómum.“134 Það finnst mér vera sannfærandi
ályktun, því engin ástæða er til að halda að Islendingar hafi að eðli
til verið ónæmari fyrir hvers kyns ofstæki en annarra þjóða fólk.
Gegn hugmyndinni um útbreidda rasíska þjóðernishyggju á
Islandi á millistríðsárunum má benda á að nasistaflokkar fengu
aldrei umtalsvert fylgi meðal kjósenda á íslandi. Ef eitthvað var
höfðu þeir minna kjörfylgi hér en annars staðar á Norðurlöndum,
en það var raunar hvergi svo mikið að samanburður milli landa sé
fróðlegur.135 Löngum hefur verið sagt að ástæða fylgileysis nas-
istaflokka á íslandi sé sú að nasistar hafi átt athvarf í Sjálfstæðis-
flokknum, og má benda á staðhæfingar samtímamanna um það.136
132 Þór Whitehead, „Kynþáttastefna íslands" (1974).
133 Unnur Karlsdóttir, „Maður íslenskur“ (2003), 186-91. - Unnur B. Karlsdótt-
ir, Mannkynbœtur (1998), einkum 33-66, 73-81.
134 Unnur B. Karlsdóttir, Mannkynbœtur (1998), 151-53.
135 Nissen, „De nordiske demokratier - status 1939“ (1979), 15.
136 Stefán Jóhann Stefánsson, Minningar I (1966), 168. - Ásgeir Guðmundsson,
„Nazismi á íslandi" (1976), 54. - Þór Whitehead, „Hvað sögðu Bandaríkja-
menn um íslenzk stjórnmál?" (1973), 9—11.