Skírnir - 01.04.2004, Page 203
SKÍRNIR
SYRPA UM ÞJÓÐERNISUMRÆÐU
197
En ekki hefur samt verið svo mikið um nasista í flokknum að þar
hafi verið tekið umtalsvert tillit til þeirra. Nasismi kemur þannig
ekki við sögu í bókarkveri Svans Kristjánssonar um Sjálfstæðis-
flokkinn á árunum 1929-44, þótt þar komi glöggt fram að þjóð-
ernishyggja var sterk í stefnu flokksins. Aðeins er þar drepið á
ásakanir andstæðinganna um að flokkurinn hýsti fasísk stjórn-
málaöfl.137 Morgunblaðið, sem var nánast hreint flokksblað Sjálf-
stæðismanna á þessum árum, sýndi heldur enga samúð með nas-
istum þegar fram í sótti, hvorki íslenskum né þýskum, þótt það
tæki þeim nokkuð vel í upphafi sem mótvægi við kommúnista.138
Hafi því verið umtalsverður fjöldi nasista í Sjálfstæðisflokknum
hefur nasismi þeirra ekki verið þeim neitt forgangsmál. íslending-
ar höfðu að mörgu leyti forsendur til að gangast nasisma á hönd.
Annars vegar höfðu þeir góð rök til að halda því fram að engir
hefðu varðveitt arf hins germanska kynstofns betur en þeir, og því
verðskulduðu þeir vissa forréttindaaðstöðu í nasískum heimi. Á
hinn bóginn má ætla að þeim hafi oft fundist þeir vanmetnir í sam-
félagi þjóðanna, svona hlálega fámennir, fátækir og að mörgu leyti
frumstæðir. Gengisleysi nasisma á íslandi við þessar aðstæður er
fyrir mér besta sönnun þess að Islendingar hafi átt sér furðugóða
sjálfsmynd á fyrri hluta 20. aldar.
Niðurlag
Hér var farið af stað með eins konar fræðilega sjálfsvörn í fjölda
sundurleitra atriða varðandi íslenskt þjóðerni og þjóðernishyggju.
Engu að síður leiðir greinin til fræðilegrar niðurstöðu. Hún er sú
að bylting and-þjóðernislegrar skoðunar á Islandssögunni sé
gengin yfir, ekki sé lengur rétti tíminn til að varpa fram ögrandi
staðhæfingum gegn þjóðernishyggju. Það dugir ekki lengur að
segja að þjóð eða þjóðarvitund hafi ekki verið til á íslandi fyrr en
á 19. öld, að útlendingar hafi alltaf stjórnað Islandi betur en Is-
lendingar, að sjálfstæðisbaráttan hafi verið hástéttarhreyfing, að
137 Svanur Kristjánsson, Sjálfstœðisflokkurinn (1979), 15-21.
138 Birgir Sörensen, „Morgunblaðið og nasisminn“ (1985), 35—41.