Skírnir - 01.04.2004, Qupperneq 204
198
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
þjóðin hafi tekið rasískri þjóðernishyggju 20. aldar fagnandi.
Okkar tími krefst nákvæmari könnunar á því hvers konar þjóð og
hvers konar þjóðernisvitund var til hvenær, hvernig útlendingar
og Islendingar stjórnuðu íslensku samfélagi um aldir, að hve miklu
leyti sjálfstæðisbaráttan var yfirstéttarhreyfing, hve sterk rasíska
þjóðernishyggjan var. Svart-hvít þjóðernissaga ætti að hafa runn-
ið sitt skeið á enda.
Þótt það þyki auðvitað óviðeigandi í fræðilegri umræðu get ég
ekki stillt mig um að hnýta því við þessa niðurstöðu, og það að
gefnum tilefnum sem ég get ekki vísað í neðanmáls, að ég held
ekki að það sé nein pólitísk dyggð að gera lítið úr fortíð okkar ís-
lendinga. Söguleg sjálfsmynd er hluti af samtímalegri sjálfsmynd,
og ég held að við eigum auðveldara með að vera þolanlega góð,
bæði hvert við annað og við fólk af öðrum þjóðum, ef við höfum
trausta sjálfsmynd. Við eigum ekki að fórna hugmyndinni um að
við séum komin af fólki sem hafi lifað sérkennilegu, athyglisverðu
og virðingarverðu lífi, rétt eins og allt annað fólk hefur gert, hvert
samfélag á sinn hátt. Við þurfum að geta gengið til móts við heim-
inn með upprétt höfuð; það er best fyrir alla.
Heimildir
Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn Alþingis og þjóðfundurinn. Reykjavík, Sögufé-
lag, 1993.
Agnar Kl. Jónsson, „Fánatakan á Reykjavíkurhöfn sumarið 1913.“ Saga II
(1954-58), 230-55.
— Stjórnarráð íslands 1904-1964 I. Reykjavík, Sögufélag, 1969.
Anderson, Benedict, Imagined Communities. Reflections on the origin and spread
of nationalism. Lundúnum, Verso, 1983.
Ásgeir Guðmundsson, „Nazismi á íslandi. Saga Þjóðernishreyfingar íslendinga og
Flokks þjóðernissinna." Saga XIV (1976), 5-68.
Ásgeir Blöndal Magnússon, íslensk orðsifjahók. Reykjavík, Orðabók Háskólans,
1989.
Baycroft, Timothy, „Adrian Hastings, The Construction of Nationhood [book
reviewj." Nations and Nationalism V:1 (1999), 127-28.
Birgir Sörensen, „Morgunblaðið og nasisminn 1933-1938.“ Sagnir VI (1985), 34-H2.
Björn Þórðarson, Alþingi og frelsisbaráttan 1874-1944. Reykjavík, Alþingissögu-
nefnd, 1951 (Saga Alþingis III).
— Alþingi og konungsvaldið. Lagasynjanir 1875-1904. Reykjavík, Leiftur,
[1949].