Skírnir - 01.04.2004, Page 209
SIGURÐUR LÍNDAL
Forseti íslands og synjunarvald hans
I. Inngangur
Oðru hverju hefjast umræður um stöðu forseta Islands innan
stjórnskipunar ríkisins og þá ekki sízt þegar kosningar standa fyr-
ir dyrum. I Skírni, hausthefti 1992, er grein um stjórnskipulega
stöðu forseta íslands.1 Síðan hafa birzt tvær ritgerðir um þetta
efni, „Synjunarvald forsetans" eftir Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi
hæstaréttardómara, og ,,„og ég staðfest þau með samþykki mínu“:
forseti Islands og löggjafarvaldið" eftir Þórð Bogason lögmann en
áður starfsmann Alþingis.2
II. Synjunarvald forseta - Synjunarvald ráðherra
II. 1 Forseti hefur persónulegt synjunarvald
Lokaorðin í Skírnisgreininni 1992 voru á þessa leið (bls. 439):
Forseti íslands er ekki valdalaust sameiningartákn.
Forsetinn þarf atbeina ráðherra til flestra beinna athafna, en hins vegar
ekki til synjana sem honum eru heimilar að stjórnlögum. Ákvæði 11. gr.
stjórnarskrárinnar um að forseti sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum ná
ekki til þeirra.
1 Sigurður Líndal, „Stjórnskipuleg staða forseta íslands”, Skírnir 166 (haust 1992),
bls. 425-39, sjá einnig greinaflokkinn „Stjórnskipunarvald forseta íslands", Út-
vörbur 8, 1 (1993), bls. 25-30.
2 Þór Vilhjálmsson, „Synjunarvald forsetans", í Katrín Jónasdóttir o.fl. (ritstj.),
Afmalisrit: Gaukur Jörundsson sextugur (Reykjavík 1994), bls. 609-36; Þórður
Bogason, ,,„og ég staðfest þau með samþykki mínu“: forseti íslands og löggjaf-
arvaldið“, í Helgi Magnússon o.fl. (ritstj.), Afmœlisrit til heidurs Gunnari G.
Schram sjötugum (Reykjavík 2002), bls. 555-81.
Skímir, 178. ár (vor 2004)