Skírnir - 01.04.2004, Page 211
SKÍRNIR FORSETI ÍSLANDS OG SYNJUNARVALD HANS 205
þáttur forseta íslands við setningu almennra laga sé eingöngu formlegur
og honum því skylt að staðfesta lög frá Alþingi.3
Samkvæmt því sem þeir Þór og Þórður halda fram hefur forseti ís-
lands ekki persónulegt synjunarvald. Honum beri að fallast á til-
lögur ráðherra sem fara þá í reynd með synjunarvaldið. Þáttur for-
seta sé einungis formlegs eðlis.
III. Texti 26. gr. stjórnarskrárinnar og ummœli í greinargerð
Fyrst skal litið á 26. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir:
Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síð-
ur lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði
allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með
leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en
ella halda þau gildi sínu.
I athugasemdum við þessa grein stjórnarskrárfrumvarpsins 1944
sagði þetta meðal annars:
Ekki hefur þótt fært að veita forseta algert synjunarvald, eins og konung-
ur hefur haft. Forseta er einungis fenginn réttur til að skjóta lagafrum-
vörpum Alþingis undir alþjóðaratkvæði. Er þess þó að gæta, að frum-
varpið öðlast lagagildi þegar í stað, þó að forseti taki slíka ákvörðun, en
fellur þá úr gildi aftur, ef það fær ekki meiri hluta við atkvæðagreiðsluna.
Ákvörðun um slíka staðfestingarsynjun eða málskot til þjóðaratkvæðis
tekur forseti, án þess að atbeini ráðherra þurfi að koma til. En ef mál er
mikilvægt, gæti daglega af synjuninni leitt slíkt ósamkomulag milli forseta
og ráðherra að til ráðherraskipta eða annarra aðgerða Alþingis kæmi.4
Hér er skýr texti í lögum og orð hans fá stuðning í greinargerð.
Þarf þá frekari umræðu? Svo er að sjá sem margir eigi erfitt með
að sætta sig við þessa skipan mála og telja að ekki megi leggja of
3 Þessa skoðun telur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra studda traustum rökum,
eins og ráða má af grein hans „Forseti, ríkisstjórn og hið netvædda lýðræði",
Morgunblaðið 28. febrúar 2004. Þessi traustu rök verða skoðuð nánar í því sem
hér fer á eftir.
4 Alþingistíðindi 1944 A, þskj. 1, bls. 15.