Skírnir - 01.04.2004, Page 212
206
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
mikið upp úr orðalagi ákvæðisins né heldur því sem segi í athuga-
semdum.
IV. Gildi greinargerða sem lögskýringargagna
IV. 1 Vaxandi gildi greinargerða
Fyrst verður að hafa í huga að greinargerðir með lögum eru ekki
lög. Þær eru á hinn bóginn mikilvæg staðfestingargögn við skýran
texta og vega enn þyngra til skýringar þegar texti er óljós og vaxa
að gildi eftir því sem lög verða flóknari. Á Norðurlöndum eru þær
taldar til réttarheimilda.5 Hér styðja orð greinargerðar texta sem
vandséð er hvernig skilja megi á annan veg en orðin hljóða.
IV.2 Eftirtektarleysiþingmanna
Þór Vilhjálmsson hefur talið nokkurn vafa leika á að framangreind
ummæli lýsi löggjafarvilja. Þar sé ekki við umræðu að styðjast.
Textann megi túlka á tvo vegu: annaðhvort þannig að fallizt hafi
verið á orð greinargerðar eða þingmenn ekki veitt þeim athygli.
Fyrri kosturinn sé líklegri, en þó virðist hann ekki síður hallast að
hinum síðari og bendir á að hvorki Bjarni Benediktsson, sem sat á
þingi og var í milliþinganefnd þeirri sem endurskoðaði stjórnar-
skrána í tengslum við lýðveldisstofnunina, né Björn Þórðarson
forsætisráðherra vísi í skrifum sínum til þessara orða til stuðnings
þeirri skoðun sinni að forseti hafi persónulegt synjunarvald.6
Nú var staða forseta ýtarlega rædd á Alþingi 1944, en hvergi
minnzt á að synjunarvald væri í höndum ráðherra. Engin vísbend-
ing er í ræðum þingmanna og því síður rökstuddur grunur um að
þingmenn hafi ætlað annað, en að forseti hefði persónulegt synj-
5 Sjá t.d. Torstein Eckhoff, Rettskildelare (Osló 1975/2001), bls. 19 o.áfr.; Jacob
W.F. Sundberg, Fr. Eddan t. Ekelöf (Lundi 1978/1990), bls. 232 o.áfr.; Stig
Strömholm, Ratt, rattskdllor och rdttstilldpning (Stokkhólmi 1981), bls. 319
o.áfr.; W.E. von Eyben, Juridisk grundhog, bd. 1: Retskilderne (Kaupmannahöfn
1991), bls. 27 o.áfr.
6 Tilgreind er ritgerð Bjarna Benediktssonar, „Um lögkjör forseta íslands“, Tírna-
rit lögfrœðinga 1 (1951), bls. 217-35, og rit Björns Þórðarsonar, „Alþingi og kon-
ungsvaldið - Lagasynjanir 1875-1904“, Studia lslandica XI (Reykjavík 1949).