Skírnir - 01.04.2004, Page 213
SKÍRNIR FORSETI ÍSLANDS OG SYNJUNARVALD HANS 207
unarvald, enda engin álitamál þar að lútandi og umræða því óþörf.
Bjarni Benediktsson, sem verið hafði prófessor í stjórnskipunar-
rétti, átti sæti í milliþinga- og stjórnarskrárnefnd þeirri sem fjall-
aði um lýðveldisstjórnarskrána. Þar sat einnig Gunnar Thor-
oddsen sem tók við af Bjarna sem prófessor í stjórnskipunarrétti
og forsætisráðherrann var Björn Þórðarson, merkur fræðimaður,
meðal annars á sviði stjórnskipunarsögu. Verður að telja með ólík-
indum ef þeim og raunar öðrum þingmönnum hefði skotizt yfir
framangreinda texta. Hér grípur Þór til þagnarraka sem varast ber
við túlkun sögulegra heimilda. Engin fótfesta er til að beita slíkum
rökum, enda framangreindar skýringar miklu nærtækari. Síðar
verða tekin dæmi af umræðum þessu til frekari staðfestingar.
IV. 3 Vanþekking eða hroðvirkni
Þórður Bogason bætir um betur og vísar í þá dönsku stjórnskip-
unarhefð að konungur hafi ekki beitt neitunarvaldi gagnvart Al-
þingi á tímabilinu 1918-1940. Þrátt fyrir orðalag 26. gr. og um-
mæli í athugasemdum sé túlkun ákvæðisins „miklu flóknari en svo
að hún verði beint leidd af orðanna hljóðan ...“7
... að þingræðisreglan, sem varin er af stjórnskipunarlögum, hafi leitt af
sér aðra stjórnskipunarvenju, jafngamla, sem er sú að persónulegt vald
þjóðhöfðingjans til að neita staðfestingu laga sé ekki fyrir hendi, þrátt
fyrir ákvæði stjórnarskrár þar um. Þá er jafnframt talið að þessi regla
stjórnskipunarréttar hafi verið búin að vinna sér sess fyrir þá breytingu
sem varð á stjórnarformi landsins árið 1944, hvort sem þeir sem sátu í
stjórnarskrárnefndinni svokölluðu (sem einnig var nefnd milliþinga-
nefndin) hafi gert sér grein fyrir því eða ekki [að meðferð synjunarvalds
á tímabilinu 1918-1944 hafi ekki verið persónuleg ákvörðun heldur að til-
lögu ráðherra og á hans ábyrgð] og að breyting á henni hafi verið óheimil.
Inntak reglunnar er að þjóðhöfðingja íslands er ekki ætlað neitt hlutverk
í stjórnmálaumræðu og ákvörðunartökum sem skapa löggjöfina og þannig
sé Alþingi í raun eini handhafi löggjafarvaldsins, að réttri túlkun stjórn-
skipunarlaga.8
7 Þórður Bogason, ,,„og ég staðfest þau með samþykki mínu“: forseti íslands og
löggjafarvaldið", bls. 566.
8 Sama rit, bls. 560-61.