Skírnir - 01.04.2004, Page 214
208
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Síðan segir hann:
Ef þingmenn voru að búa til nýja reglu um meðferð löggjafarvalds árið
1944 þá köstuðu þeir til þess höndunum.9
Við þetta má gera þá athugasemd að því fór fjarri að verið væri að
búa til nýja reglu um tvískipt löggjafarvald. Þannig hafði það lengi
verið. Nýmælið var að ákvarða nánar hver skyldi vera hlutdeild
forseta í lagasetningarvaldinu sem honum er fengið í 2. gr. stjórn-
arskrárinnar.
Þessa túlkun þvert ofan í orð ákvæðisins og lögskýringargögn
skýra þeir Þór og Þórður þannig:
1. Þingmenn tóku ekki eftir því sem stóð í athugasemdunum.
2. Þeir þekktu ekki stjórnskipunina og vissu þar af leiðandi
ekki hvað þeir voru að gera.
3. Þingmenn köstuðu höndum til verksins.
V. Viðteknir skýrmgarhættir - Um túlkun stjórnarskrárákvæða
Um það er ekki deilt að mörg ákvæði stjórnarskrárinnar sem lúta að
forseta Islands eru ekki öll sem sýnist og á það sérstaklega við aðild
hans að framkvæmdarvaldi, en hann fer með það vald ásamt öðrum
stjórnvöldum samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þar er átt við ráð-
herra, sbr. 13.-14. gr. Hér má nefna að forseti skipar ráðherra og
veitir þeim lausn, sbr. 15. gr., en þessa reglu verður að túlka með
hliðsjón af þingræðisreglunni sem er óskráður venjuréttur; forseti
skipar ásamt ráðherrum ríkisráð, hefur þar forsæti og stjórnar fund-
um þess, sbr. 16. gr.; hann veitir þau embætti sem lög mæla, sbr. 20.
gr.; hann gerir samninga við önnur ríki, sbr. 21. gr.; hann stefnir
saman Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar og setur reglulegt Al-
þingi ár hvert, sbr. 22. gr., og 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 56/1991;
hann getur frestað fundum Alþingis, sbr. 23. gr., og rofið Alþingi,
sbr. 24. gr.; hann getur ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli falla
niður, hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka, sbr. 29. gr.;
hann getur veitt undanþágur frá lögunum, sbr. 30. gr.
9 Sama rit, bls. 577.