Skírnir - 01.04.2004, Page 216
210
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
í núgildandi stjórnarskrá er málum skipað þannig, sbr. 2. gr.:
Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önn-
ur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara
með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.11
Hér er sem fyrr gert ráð fyrir að Alþingi og forseti íslands fari
saman með löggjafarvaldið og hlutdeild forseta birtist meðal ann-
ars í málskotsrétti hans samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar.
Samkvæmt stjórnskipunarlögum nr. 97/1942 skyldi samþykkt
stjórnarskrár lýðveldisins hagað með sérstökum hætti, þannig að í
stað samþykkis tveggja þinga með þingrofi á milli nægði sam-
þykki eins þings ásamt þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána.
Jafnframt voru hendur þessa sérstaka stjórnarskrárgjafa bundnar
sem hér segir:
Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á
stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Dan-
mörku og því, að íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í
sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins.
Augljóst er að ekki kom til mála að flytja erfðakonungdæmi inn í
landið með formlegu neitunarvaldi. Það hlaut að leiða af stofnun
lýðveldis að ákvarða stöðu þjóðhöfðingjans - forseta íslands - og
þá ekki sízt hlutdeild hans í lagasetningarvaldi. Þetta birtist glögg-
lega í ræðum þingmanna 1944.
Eysteinn Jónsson, þingm. Framsóknarflokksins og framsögu-
maður stjórnarskrárnefndarinnar, sagði meðal annars:
Það er ekki rétt, að stöðvunarvald það, sem forseta kynni að verða feng-
ið í hendur (og ég held ég geti sagt það fyrir hönd n., en ekki bara sjálfan
mig) væri sambærilegt við stöðvunarvald konungs, þar sem forseti er
þjóðkjörinn og ekki bundinn neinum venjum, en konungur hefur verið
bundinn af sterkri venju ...12
11 í athugasemdum við þetta ákvæði segir svo: „Efnisbreyting er sú, að forseti
kemur í stað konungs. Þá er leitazt við að orða betur en áður, hverjir í raun og
veru fara með framkvæmdarvaldið." Alþingistíðindi 1944 A, þskj. 1, bls 12.
Ekki þótti ástæða til að breyta orðalagi á þeim texta sem laut að því hverjir færu
með löggjafarvaldið.
12 Alþingistíðindi 1944 B, d. 124.