Skírnir - 01.04.2004, Page 217
SKÍRNIR FORSETI ÍSLANDS OG SYNJUNARVALD HANS 211
Einar Olgeirsson, þingm. Sósíalistaflokksins, sagði þetta:
Það er verið að stofna lýðveldi á íslandi, og það er af þeirri ástæðu, að við
tökum burt konunginn. Við stofnum ekki íslenzkan konungdóm eða ís-
lenzkan forsetadóm. Við erum að taka það vald, sem konungurinn hefur
haft. Við erum að stofna það, sem kallað er lýðveldi og frábrugðið er kon-
ungdómi í verulegum atriðum.13
Ólafur Thors, þingm. Sjálfstæðisflokksins og formaður hans,
komst meðal annars svo að orði:
... vald þjóðhöfðingjans breytist alveg eðli málsins samkv. við það, að
þjóðhöfðinginn verður innlendur maður, búsettur í landinu sjálfu.14
Fleira mætti tína til en ljóst er að þingmenn töldu að verið væri að
stofna nýtt þjóðhöfðingjaembætti við stofnun lýðveldis. Því er
ljóst að við túlkun á ákvæðum sem lúta að hlutdeild forseta Is-
lands í löggjafarvaldi og synjunarvald hans, sem felur í sér mál-
skotsrétt til þjóðarinnar, skiptir dönsk stjórnskipunarhefð engu
máli.
VII. Var breyting sú sem gerð var á stöðu þjóðhöfðingja óheimil?
Þór Vilhjálmsson lætur að því liggja að farið hafi verið út fyrir það
sem heimilað var í stjórnskipunarlögunum nr. 97/1942 og segir
(bls. 625-26):
Segja má, að synjunarvald þjóðhöfðingjans skv. orðum stjórnarskrárinn-
ar frá 1920 hafi verið skert 1944, en það hafi verið heimilt þar sem það
vald var um þetta leyti nafnið tómt. Hins vegar felst mikil breyting, a.m.k.
á pappírnum, í því að veita þjóðhöfðingjanum persónulegt vald. Sýnist
lítill vafi á, að hér var vikið frá fyrri stjórnarskrá á djarfari hátt en vera
mátti. Þetta atriði gemr þó ekki leitt til þess, að 26. gr. teljist að þessu leyti
ógild og fyrri regla gild. ... Hins vegar er ástæða til að taka nokkurt tillit
til þessa við lögskýringu.
Þórður Bogason hnykkir betur á og segir (bls. 570):
13 Sama rit, d. 130.
14 Sama rit, d. 131.