Skírnir - 01.04.2004, Side 220
214
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Sá er munurinn á aðstöðu forseta og konungs, að sá fyrrnefndi er kosinn
af þjóðinni og fenginn þessi réttur [málskotsrétturinn] í hendur.18
Hefði það verið vilji okkar þá [að færa synjunarvald konungs óbreytt eins
og annað vald konungsins til forseta] og verið látinn í ljós mundi það
áreiðanlega strax hafa vakið deilur. ... með fullum synjunarrétti konungs
hefði forsetinn fengið miklu meira vald en konungur. Þess vegna tel ég
heimilt að breyta þessu, þótt ekki sé leyfilegt að breyta öðru en því, sem
leiðir af flutningi hins æðsta valds inn í landið.19
Niðurstaðan verður þá þessi: Með stofnun lýðveldis á íslandi var
komið á fót innlendu þjóðhöfðingjaembætti og framangreindar
tilvitnanir sýna að menn töldu engan veginn tryggt að hefðir kon-
ungdómsins héldust. Þjóðkjörinn forseti kynni að líta svo á að
synjunarvaldið væri virkur veruleiki og þá hefði forseti meira
vald en konungur hefði haft. Þess vegna var það nýmæli gert að
synjunarvald var takmarkað við málskotsrétt. Ekki verður séð af
umræðum að skipun utanþingsstjórnarinnar hafi ráðið hér ein-
hverju, þótt svo kunni að vera án þess að til hennar væri vísað
berum orðum. Hins vegar verður ekki vart þeirrar skoðunar að
Alþingi eitt fari með löggjafarvald, heldur er áréttað að löggjafar-
valdið sé tvískipt - í höndum Alþingis og forseta fyrir hönd þjóð-
20
arinnar.
Annars er það sérstakt álitaefni hvenær einn stjórnarskrárgjafi fer
út fyrir þær heimildir og skorður sem annar stjórnarskrárgjafi hef-
ur sett honum og hverjar séu afleiðingarnar ef slíkt gerist. Um
þetta hefði verið ástæða til að fjalla nánar.21 Hér má minna á að
18 Magnús Jónsson, sama rit, d. 119.
19 Ólafur Thors, sama rit, d. 134.
20 Sbr. ummæli Björns Þórðarsonar, Alþingistíðindi 1944 B, d. 93-94, 107; Ey-
steins Jónssonar, d. 99 og Péturs Magnússonar, d. 109.
21 Álitamál af þessu tagi hafa risið áður og til fróðleiks má geta þess, að Trampe
greifi, konungsfulltrúi á Þjóðfundinum 1851, taldi að meirihluti nefndar þeirr-
ar sem fjallaði um stöðu Islands innan danska ríkisins hefði í nefndaráliti sínu
farið út fyrir heimildir þjóðfundarins og sagði: „... en álit meira hluta nefndar-
innar er svo úr garði gjört, að fundurinn ekki hefur nokkra heimild til, að taka
það til umræðu, og máli þessu gæti því ekki orðið frekar framgengt, nema því
að eins, að því væri vísað aftur til nefndarinnar til nýrrar og löglegri meðferð-