Skírnir - 01.04.2004, Síða 221
SKÍRNIR FORSETI ÍSLANDS OG SYNJUNARVALD HANS
215
lýðveldisstjórnarskráin er sú eina sem þjóðin hefur greitt atkvæði
um í beinum kosningum. Hún var samþykkt með 95,4% atkvæða,
þar á meðal hin nýju ákvæði um forsetann.
VIII. Staðfesting eða synjun
Um þetta segir Þór Vilhjálmsson (bls. 627):
Eins og fram kemur í því, sem haft er eftir Bjarna Benediktssyni, Ólafi Jó-
hannessyni og Sigurði Líndal hér að framan, telja þeir að stjórnarskráin
skyldi forseta til vissra athafna, sem ráðherra gerir tillögu um, en forseti
geti sjálfur ákveðið að hafast ekki að, þar á meðal að staðfesta ekki laga-
frumvörp. Ætla má að þessi skoðun byggist á því, að forseti verði ekki
beittur þvingun, t.d. til að staðfesta frumvarp. Verði þá við synjunina að
sitja, en hún geti leitt til stjórnmálavandræða.
Greinarhöfundur telur sig hér að framan hafa leitt rök að því, að skv.
íslenzkum stjórnskipunarrétti geti forseti borið skyldu, sem ekkert geti
knúið hann til að fullnægja. Eðli málsins samkvæmt er ekkert því til fyrir-
stöðu að forseta sé alltaf skylt að staðfesta tillögur ráðherra með undir-
skrift sinni. Ef hann gerir það ekki verður að grípa til annarrar aðferðar,
en tillagan tæki gildi allt að einu. Almenn viðhorf um „lex imperfecta“,
sem geta raunar verið með ýmsum hætti, breyta ekki þessari niðurstöðu,
sem byggð er á sérstökum rökum og ljósum stjórnarskrárákvæðum, eink-
um 79. gr. Það er m.ö.o. ekki lagagrundvöllur til að telja forseta hafa sér-
stakan lögvarinn rétt til athafnaleysis.
Hér gætir ónákvæmi í því sem haft er eftir þeim sem tilgreindir eru
auk þess sem textinn er óljós.
í grein minni í Skírni haustið 1992 segir þetta (bls. 433):
Því er ljóst að forseti getur lítt beitt framkvæmdavaldi sínu til beinna at-
hafna nema með atbeina ráðherra. Á hinn bóginn getur hann neitað að
samþykkja eða staðfesta stjórnarathöfn og þarf þá ekki atbeina neins ráð-
herra. Þetta á þó ekki við þar sem forseta er lögskylt að framkvæma til-
teknar stjórnarathafnir, svo sem að stefna saman Alþingi eigi síðar en tíu
ar.“ Til þess að baka landinu ekki frekari óþarfaútgjöld en orðið væri sleit greif-
inn fundinum við hávær mótmæli fundarmanna. Tíðindi frá þjóðfundi íslend-
inga (Reykjavík 1851), bls. 412-13.