Skírnir - 01.04.2004, Page 224
218
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
arleysið er síðan notað sem röksemd gegn persónulegu synjunar-
valdi bæði til að hafna stjórnarathöfn og lögum.
Þetta virðist fela í sér: forseti er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfn-
um samkvæmt 11. gr. og ber því ekki stjórnskipulega ábyrgð. Ekki
er fyllilega ljóst við hvað er átt með „stjórnskipuleg ábyrgð", en
helzt er svo að skilja að ábyrgðarleysi á stjórnarathöfn eða stjórn-
arframkviemd merki almennt pólitískt ogjafnvel lagalegt ábyrgð-
arleysi innan stjórnskipunarinnar.
Nú verður að hafa í huga að í 1. mgr. 11. gr. eru einungis nefnd-
ar stjórnarathafnir, en stjórnarathöfn eða stjórnarframkvæmd og
lagasetning er sitt hvað, þannig að þessu verður að halda að-
greindu. Þetta fær staðfestingu í athugasemdum við 11. gr. í frum-
varpi til stjórnarskrárinnar 1944, en þar segir:
Rétt virðist, að forseti og þeir, er störfum hans gegna, séu ábyrgðarlausir
á stjórnarathöfnum, eins og konungur hefur verið, enda á valdið eftir sem
áður í raun og veru að vera í höndum ráðherra.23
Um stjórnarathafnir sérstaklega er það álit bæði Bjarna Benedikts-
sonar og Ólafs Jóhannessonar, að forseti hafi heimild til að neita
að samþykkja eða staðfesta þær, nema stjórnarskrá mæli á annan
veg eins og áður segir. Slíkt kynni að leiða til árekstra við ráðherra,
jafnvel afsagnar þeirra. Augljóst er að slíkt gerist ekki nema forseti
hafi persónulegt synjunarvald. Ef það er í höndum ráðherra verða
engir slíkir árekstrar. Af því hlýtur að leiða að forseti ber ábyrgð
á synjunum stjórnarathafna, en ekki á staðfestingu; þar hvílir
ábyrgðin á ráðherra.
Um lagasetningu fær engan veginn staðizt að yfirfæra ábyrgð-
arleysi á stjórnarathöfnum samkvæmt 1. mgr. 11. gr. yfir á mál-
skotsrétt forseta samkvæmt 26. gr. sem er hlutdeild hans í laga-
setningarvaldi. Stjórnarathafnir eru ekki löggjafarstarf, heldur
þáttur í stjórnarframkvæmd og handhafar framkvæmdarvalds
23 Alþingistíðindi 1944 A, þskj. 1, bls. 13 (leturbr. S.L.). Nokkuð kemur á óvart að
Þórður Bogason telur að ekki verði annað ráðið af framangreindum skýringum
við 11. gr. stjórnarskrárinnar en ábyrgðarleysið eigi við allar athafnir forseta,
þótt bæði í stjórnarskrártextanum og athugasemdum (skýringum) við hann sé
notað orðið stjórnarathöfn.