Skírnir - 01.04.2004, Síða 227
SKÍRNIR FORSETI ÍSLANDS OG SYNJUNARVALD HANS 221
stjskr. verður að leggja sjálfstætt og síðari tíma mat á gerðir Alþingis 1944.
Eðlilegt hefði verið að gera mun nánari útlistun á samskiptum Alþingis og
þjóðhöfðingjans en beztu vísbendinguna er þó að finna í framangreind-
um skýringum með 3. gr. frumvarpsins. Margir þingmenn bentu á að
synjunarvald konungs hefði verið formsatriði en verið væri að færa for-
seta íslands mikil völd með rétti til að synja lögum staðfestingar og bera
það mál undir þjóðina.
Hér vekur sérstaka athygli, að skýringar við ákvæði þar sem mælt
er fyrir um þingkjör forseta eru notaðar til að skýra ákvæði þar
sem gert er ráð fyrir þjóðkjöri og af því ályktað að þjóðkjörinn
forseti verði jafnháður þinginu og þingkjörinn.
X.2 Ummxli alþingismanna
Á Alþingi 1944 var oft vikið að þjóðkjöri forseta og áhrifum þess
á stöðu hans.
Stefán Jóh. Stefánsson, þingm. Alþýðuflokksins, sagði meðal ann-
ars:
Á þingi Alþfl., sem háð var í nóv. s. 1., var samþ. með samhlj. atkv., að for-
seti lýðveldisins yrði kosinn af þjóðinni, en ekki af Alþ., og vald hans væri
þar af leiðandi ekki á neinn hátt háð Alþ.24
Einar Arnórsson dómsmálaráðherra (utan þings) sagði:
Höfuðbrtt. við frv., eins og það er lagt fram hér í þessari d., er auðvitað
forsetakjörið. Það er þungamiðja í breyt. á frv. ... í drögum að brtt., sem
stj. samdi og lagði fyrir n. var gerð sú höfuðbreyt., að forseti skyldi þjóð-
kjörinn ,..25
Jakob Möller, þingm. Sjálfstæðisflokksins, sagði:
Og það er vissulega mál, sem hv. þm. verða að taka afstöðu til, hve mikið
vald forsetanum er ætlað. Mér virðist, að kosning valdalauss forseta, eins
og gert er ráð fyrir í frv., geti í rauninni ekki verið almenn þjóðarkosning.
Það er ekki ætlazt til þess, að hann hafi neina sérstaka stjórnmálastefnu,
24 Alþingistíðindi 1944 B, d. 24.
25 Sama rit, d. 80.