Skírnir - 01.04.2004, Qupperneq 228
222
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
og hann getur þess vegna ekki boðið sig fram til forsetaembættisins sem
stjórnmálaleiðtogi. ... Er þess vegna ekki sjáanlegt, að kosningabaráttan
geti snúizt um annað en persónueiginleika forsetans. ... Hitt finnst mér
alveg liggja í hlutarins eðli, að deila megi um, hvort fara eigi að dæmi
Bandaríkjamanna og ætlast til þess, að forsetinn sé stjórnmálaleiðtogi og
hafi þá viss völd í sambandi við það. En meðan ekki er tekin afstaða til
þessa, þá finnst mér alveg auðsætt, að til bráðabirgða beri að haga þessu
eins og vakað hefur fyrir þeim, sem frv. sömdu, að forsetinn verði kjörinn
af þinginu.26
Eysteinn Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og framsögu-
maður stjórnarskrárnefndarinnar, sagði:
Það getur auðvitað orkað tvímælis, hvort réttmætt sé að ákveða þjóðkjör
forsetans með því valdsviði, sem forseta er ætlað í stjskr. Þetta er mín per-
sónulega skoðun. En það var útbreidd skoðun í n., að rétt væri að hafa
forseta þjóðkjörinn, þótt ekki væri aukið valdsvið hans. - Margir nm. litu
svo á, að þótt forsetinn hefði ekki meira vald en til er tekið í frv. og brtt.
n. þá hefði hann eigi að síður mjög þýðingarmiklu starfi að gegna fyrir
þjóðina, bæði sem fulltrúi hennar út á við og einnig sem starfsmaður
hennar að þýðingarmiklum málefnum, þegar sérstaklega stendur á; einnig
vegna þess valds sem honum er veitt til þess að skjóta málefnum þeim,
sem Alþ. hefur samþ., til þjóðarinnar.27
Brynjólfur Bjarnason, þingm. Sósíalistaflokksins, sagði:
Langveigamesta breyt., sem gerð hefur verið samkv. till. stjskrnefnda, er
sú, að forseti skuli vera kjörinn af þjóðinni, en ekki þinginu. Meiri hl. mþn.
lagði til, að forseti yrði þingkjörinn, en minni hl., að hann yrði þjóðkjör-
inn. Þetta var eina atriðið, sem máli skipti, þar sem nm. í mþm. töldu sig
hafa óbundnar hendur. ...
Rökin sem að því hníga, að forseti sé þjóðkjörinn, tel ég vera fyrst og
fremst þessi: Forseti á eðli málsins samkvæmt að fara með umboð þjóð-
arinnar beint, en ekki þingsins. Það mætti telja óeðlilegt, að forseti hefði
synjunarvald gagnvart þinginu, en færi þó með umboð þingsins.28
26 Sama rit, d. 88.
27 Sama rit, d. 90.
28 Sama rit, d. 104.