Skírnir - 01.04.2004, Side 229
SKÍRNIR FORSETI ÍSLANDS OG SYNJUNARVALD HANS 223
Magnús Jónsson, þingm. Sjálfstæðisflokksins, sagði:
Fyrir mér vakir svipað og fram kom hjá hv. frsm. mþn., að þjóðkjörinn
forseti verði ekki sízt hjá svo lítilli þjóð sem íslendingum, ákaflega valda-
mikill maður. Þó að honum væri ekki einu sinni ætlaður málskotsréttur í
stjskr., þá væri hann samt sem áður valdamikill aðeins í krafti þess, að
hann er ókrenkjanlegur þjóðhöfðingi og virðingarmesti maður þjóðar-
innar. Og mér finnst eiga að láta hann hafa sem minnst völd fyrir utan
þetta ósjálfráða.29
Síðar í umræðunni sagði hann:
Sá er munurinn á aðstöðu forseta og konungs, að sá fyrrnefndi er kosinn
af þjóðinni og fenginn þessi réttur í hendur [málskotsréttur]. Samkv. þess-
ari lýðveldisstjskr. getur hann alltaf hindrað, að 1. fái gildi, því að hann
getur hindrað Alþ. í að starfa. Forseti getur hindrað 1. í trássi við þjóðar-
viljann og allar reglur. ... Mér kemur því mjög á óvart, hvað margir eru
með því að auka vald forsetans. Ég hélt, að Alþ. væri á þeirri skoðun, að
því bæri að halda því löggjafarvaldi, sem það hefur nú. Það er og hefur
alltaf verið á tilfinningu allra, að Alþ. hafi eitt haft löggjafarvaldið. Ég vil
að það hafi það áfram. Ég álít þó ekki hægt að komast hjá að áskilja hon-
um þennan málskotsrétt, þannig að hann geti fellt 1. úr gildi, ef hann þyk-
ir réttari fulltrúi þjóðarviljans en Alþ. ... Ég er eindregið þeirrar skoðun-
ar, að Alþ. eigi að hafa löggjafarvaldið og halda forsetanum eins mikið
utan við málefnin og frekast er unnt.30
Haraldur Guðmundsson, þingm. Alþýðuflokksins, sagði:
Ef forsetinn væri kjörinn af Alþ. og hefði vald sitt frá því, þá mætti raun-
verulega eins láta forsrh. hafa með höndum framkvæmd þessa valds og
óþarfi, að hann hefði sérstaka forsetanafnbót. Með því að forseti yrði kos-
inn beint af þjóðinni, yrði hann skoðaður sem fulltrúi þjóðarinnar á Alþ.31
Einar Olgeirsson, þingm. Sósíalistaflokksins, sagði:
... þá fannst okkur ákvæðið um þingkjör forseta ekki rétt, vegna þess að
forsetinn hefur samkv. stjskrfrv. svo mikið vald, - það væri þess vegna
29 Sama rit, d. 108.
30 Sama rit, d. 119.
31 Sama rit, d. 113-114.