Skírnir - 01.04.2004, Page 238
232
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
XIII. Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórna
Um þann þátt í störfum forseta sýnist ekki þörf á að ræða ýtarlega
því að þar eru ekki teljandi ágreiningsefni. Forseti er bundinn af
þingræðisvenjunni sem merkir að honum ber að leita til þess
stjórnmálamanns sem hefur stuðning eða a.m.k. hlutleysi meiri
hluta Alþingis. Hins vegar er svigrúm forseta meira um val á
manni til myndunar ríkisstjórnar ef ekki er skýr meirihluti á Al-
þingi. Sá sem fyrstur verður fyrir valinu fær forskot á þá sem síð-
ar eru til kvaddir. Alltaf væri þó forseta rétt að ráðfæra sig við
oddvita stjórnmálaflokka og jafnvel utanflokkamenn áður en
hann tæki ákvörðun. Það er að sjálfsögðu í beztu samræmi við
þingræðisregluna að stjórn njóti stuðnings meiri hluta þingmanna,
en minnihlutastjórnir hafa þó tíðkazt. Má þar nefna minni-
hlutastjórn Ólafs Thors 6. desember 1949-14. marz 1950, og var
hún sú hin fyrsta hér á landi,37 Emils Jónssonar 23. desember
1958-20. nóvember 1959 og Benedikts Gröndals 15. október
1979-8. febrúar 1980.
Árið 1942 brá ríkisstjóri íslands á það ráð að skipa utanþings-
stjórn undir forsæti Björns Þórðarsonar. Sat hún frá 16. desember
1942-21. október 1944. Þessi aðferð ríkisstjóra hefur sætt gagn-
rýni og um þennan gerning farast Bjarna Benediktssyni svo orð:
Sú stjórn hafði aldrei stuðning Alþingis og verður þess vegna ekki kölluð
þingræðisstjórn. Hins vegar vék hún jafnskjótt og Alþingi kom sér sam-
an um stjórnarmyndun, sem var ekki fyrr en 21. okt. 1944, og hafði m.a.s.
nokkru áður eða hinn 16. sept. fengið lausn. Þar sem Alþingi hafði í hendi
sér að mynda ríkisstjórn, hvenær sem var á þessu tímabili, verður hins
vegar ekki talið, að þingræðið hafi beint verið brotið með myndun henn-
ar eða tilvist. Hitt er annað mál, hvort þetta hafi verið hentasta ráðið til að
knýja þingið til að fullnægja skyldu sinni um stjórnarmyndun.38
Þegar haft er í huga að Alþingi hafði í hendi sér að mynda ríkis-
stjórn hvenær sem var í stjórnartíð utanþingsstjórnarinnar er erfitt
37 Bjarni Benediktsson, „Þingræði á íslandi", Tímarit lögfrœbinga 6 (1956), bls.
1-22, einkum bls. 19. Endurpr.: Land og lýðveldi I (Reykjavík 1965), bls.
132-150, einkum bls. 148.
38 Sama rit, Tímarit lögfrxðinga 6 (1956), bls. 18; Land og lýðveldi I, bls. 147.