Skírnir - 01.04.2004, Page 245
GREINAR UM BÆKUR
ROBERT COOK
Jónas á ensku
Dick Ringler
Bard of Iceland
University of Wisconsin Press 2002
Samkvæmt Halldóri Kiljan Laxness er Jónas Hallgrímsson „hið íslensk-
asta skáld vort“ og ljóð hans eru „hið íslenska sálarlíf sjálft, einsog land-
ið hefur skapað það í þjóðinni". í beinu framhaldi segir hann:
Vera má að orðin megi þýða að einhverju leyti á erlent mál; en hinn
sérkennilegi íslenski keimur, leyndardómur þjóðernisins sjálfs verður
ekki lagður út fyrir öðrum mönnum; glóð upprunans verður ekki
skilgreind. íslenskur grassvörður verður ekki þýddur né ánganin úr
lýngholtum vorum. ... Utlendur maður getur ekki lært að lesa Jónas
Hallgrímsson nema að undangeingnum nánum samruna við þjóðerni
vort, - með því að læra fyrst að hugsa og finna til, tala og vinna eins
og vér og undir sömu kjörum og vér. Samt þori ég ekki að ábyrgjast
að þetta nægði til þess að gera honum kleift að skilja Jónas Hallgríms-
son að meira leyti en til hálfs.1
Dick Ringler er hugrakkur maður sem hefur ekki látið þessi orð letja sig
(þótt þau eigi á vissan hátt við um sérhverja þýðingu), heldur hefur hann
þvert á móti varið miklum tíma og orku í að setja saman þessa bók og vef-
inn sem fylgir henni, http://www. lihrary.wisc.edu/etextlfonas. Auk þess
er til óbirt handrit hans, Selected Writings in Poetry and Prose, sem hýst
er á tveimur stöðum, Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni og
bókasafni háskólans í Wisconsin-Madison. Þessi óprentaða bók inniheld-
ur fleiri verk en eru þýdd í prentaða ritinu og á vefnum (sjá Bard, xiii).
Ekki leikur vafi á að bókin Bard of Iceland veitir enskumælandi les-
endum mun fyllri skilning á Jónasi Hallgrímssyni en áður stóð til boða.
Á eftir stuttu ágripi af sögu íslands (6-9) kemur langt og gott æviágrip
(10-75) en síðan kjarni bókarinnar: þýðingar á fimmtíu og níu ljóðum og
níu prósaverkum, en hverju þeirra fylgja ítarlegar skýringar (79-358). Þar
á eftir er bókarauki um bragfræði (361-384), heimildaskrá (443—457) og
loks skrá (459—474) sem í er að finna (466-468) íslensk heiti allra kvæða
Jónasar sem þýdd eru. Ringler reynist hvarvetna vel að sér bæði um frum-
1 „Um Jónas Hallgrímsson“, Alþýðubókin, 4. útgáfa, Reykjavík 1955, 57-58.
Skímir, 178. ár (vor 2004)