Skírnir - 01.04.2004, Síða 246
240
ROBERT COOK
SKÍRNIR
heimildir og aðrar heimildir um Jónas. Hann býr yfir áreiðanlegri og víð-
tækri þekkingu á verkum annarra um Jónas en hefur einnig ýmislegt fram
að færa sjálfur - sjá t.d. túlkun hans á myndmáli jarðskjálftans og rödd-
um í „Röðull brosti, rann að næturhvílu" (93-96), lestur hans á „Alsnjóa"
út frá kenningum Feuerbachs og Platóns (256-258) eða vandlega umfjöll-
un hans um hugsanlegar merkingar orðsins djákninn í „Kolbeinsey"
(329-333). Sumar túlkanir hans birtust fyrst í þessu tímariti: „Styð ég mig
að steini" (Skímir 169, vor 1995, 7-35 - um „Man eg þig, mey!“) og „Með
rauðan skúf“ (Skírnir 172, haust 1998, 279-306 - í samvinnu við Áslaugu
Sverrisdóttur). Nákvæmar og ítarlegar skýringar við hvert verk auka
mjög gildi þessarar bókar fyrir Islendinga jafnt sem útlendinga.
Svo sem við má búast af jafn vandvirkum fræðimanni og Ringler
byggjast þýðingar hans á þrauthugsuðum og ítarlega skilgreindum regl-
um. Þeim er lýst á bls. 361 o.áfr. í Bard of Iceland en einnig í eldri grein
höfundar, „Að yrkja úr íslensku", sem birtist í Ritmennt 3 (1998, 42-64).
Á báðum stöðum skilgreinir Ringler „þrjár meginreglur - eða réttara sagt,
æskileg markmið" sín:
• nákvamni- „að koma til skila merkingarkjarna ljóða Jónasar Hall-
grímssonar með sæmilegri nákvæmni og eins skýrt og kostur er“
• margbrotið form - „að gefa til kynna hvað formleg einkenni þeirra
eru margbrotin og hvað tækni Jónasar er snilldarleg“
• eðlileg framsetning - „að gera þetta allt með því að nota tiltölulega
einfaldan og blátt áfram enskan ljóðrænan orðaforða og óþvingaða,
eðlilega setningaskipun“ (Ritmennt 1998, 45).
Þessi markmið líkjast hugsýn - þau minna mig á kosningaloforð Ronalds
Reagan þegar hann bauð sig fram til forseta 1980: 1) auka hernaðarút-
gjöld, 2) lækka skatta, 3) jafna fjárlagahallann. Allt réttsýnt fólk sá að eitt-
hvað varð að láta undan eins og raunin varð, því að Reagan kostaði
Bandaríkin mesta fjárlagahalla í sögunni. Ringler er hins vegar raunsær
maður og gerir sér ljósa grein fyrir því að markmið hans þarfnast mála-
miðlana: „Vart þarf að nefna að ljóðaþýðingar í bundnu máli krefjast
margra málamiðlana, en ef þýðingarnar eiga að endurspegla frumtextann
með markverðum hætti, eru þessar málamiðlanir, þegar best lætur, bæði
kerfisbundnar og samræmdar að einhverju marki.“2
Varðandi þriðju meginreglu hans - eðlilega framsetningu - lýsir
Ringler því hvernig enska orðið „strand" (sem hann notaði upphaflega í
þýðingu sinni á „Ólafsvíkurenni") var honum „óæskilega skáldlegt“ og
2 „It goes without saying that verse translations of poetry are the product of many
compromises, compromises that are ideally - if the translations are to mirror the
originals in any consistent way - to some degree principled and systematic.“
(Bard of Iceland, 361.)