Skírnir - 01.04.2004, Síða 247
SKÍRNIR
JÓNAS Á ENSKU
241
því breytti hann því í „sand“. Samt eru í þessum þýðingum fjölmörg orð
sem mér virðast mun annarlegri en „strand“, þar á meðal sú kostulega
sögn „stranding" í sjöttu línu „Gunnarshólma" („like a reef where tatter-
ed clouds are stranding 136); „leagues“ (63, 283, 318, 323); „skeins"
(89); „screes" og „sable“ og „tarns" (allar á bls. 136; „tarn“ aftur á bls.
338, „scree“ aftur á bls. 276); „fetor“ og „fleet“ (fyrir „fljótur") og „fleet-
er“ (211); „skirling" (313); „byre“ (338); „prattle" (352). Einnig finnst
mér orðið „dally" komið til ára sinna - það er notað í „Ég ætlaði mér að
yrkja“ þar sem „Dallying after Dying“ er notað bæði í titlinum og sem
þýðing á línunni „unnast best eftir dauðann" (291).
Spennan milli fyrstu og annarrar meginreglu Ringlers vekur upp gam-
alt vandamál sem þýðendur þekkja vel, þ.e. milli efnis og forms. Þennan
vanda ræddi Jónas sjálfur í þekktum kafla „Grasaferðar" sem kemur í
framhaldi þess að drengurinn fer með „Bíum, bíum / barnið góða!“:
„Ég þekki þessar vísur,“ sagði systir mín, „en þeim er ekki vel snúið,
þú hefðir ekki átt að hafa fornyrðislagið og ...“
„Hitt var ekki vinnandi vegur,“ sagði ég í mesta ákefð og gleymdi
mér öldungis, „hefði ég átt að fara eftir frumkvæðinu og hafa sömu
stuðlaföll, þá hefði mér tekist enn verr; en hver hefur sagt þér að ég
hafi snúið því?“
„Nú hefurðu sagt það sjálfur," svaraði hún mér brosandi, „en svo
ég gegni því sem þú ætlaðir að segja, þá held ég leikinn maður hefði
getað haldið hvoru tveggja, bragarhættinum og efninu. Þegar snúið er
í annan bragarhátt, fær skáldskapurinn oftast nær annan blæ, þó efn-
ið sé reyndar hið sama; og víst er um það að þetta kvæði hefur dofn-
að, ég veit ekki í hverju; það er nokkurs konar indæl og barnaleg ang-
urblíða í öllu frumkvæðinu og hennar sakna ég mest hjá þér, frændi
minn! enda tekstu of mikið í fang að reyna þig á öðrum eins skáldskap
og þessi er.“3
Þar með er þetta málefni á hreinu: Þegar formi frumtextans er haldið
verður þýðingin vond, samkvæmt drengnum - „Hitt var ekki vinnandi
vegur“; frænka hans bendir hins vegar á að eitthvað glatist við að breyta
forminu (bragarhættinum). Hvort „leikinn maður“ geti „haldið hvoru
tveggja, bragarhættinum og efninu“ er einmitt sú spurning sem þessi bók
vekur.
Einn af merkilegri þýðendum 20. aldar, Vladimir Nabokov, hélt uppi
öflugum vörnum fyrir þýðingar sem miðast fyrst og fremst við efni en alls
ekki við form. Nabokov þýddi Evgení Onegin eftir Púskín yfir á ensku
og taldi einu réttu þýðinguna vera orðrétta og að í engu mætti hnika til
3 Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, ritstj. Haukur Hannesson o.fl., Reykjavík
1989, 1. bindi, 291-292; ensk þýðing í Bard of Iceland, 124.