Skírnir - 01.04.2004, Qupperneq 248
242
ROBERT COOK
SKÍRNIR
bókstaflegri merkingu: „Fullri merkingu hef ég fórnað sérhverjum þætti
formsins að undanskildu jambísku hljómfalli ... Fyrir hugsýn mína um
bókstafsþýðingu fórnaði ég öllu (glæsileika, hljómfegurð, skýrleika, góð-
um smekk, nútímamálnotkun og jafnvel málfræðinni) sem hin vandfýsna
eftirherma metur æðra sannleikanum."4 Nabokov tók þarna öfgakennda
afstöðu og þýðing hans var harkalega gagnrýnd.5
Segja má að Dick Ringler hneigist til hinna öfganna: Megináhersla
hans er á bragarháttinn. Hann er ófús að feta stíg Jónasar sem þýddi
Goethe og Heine með fornyrðislagi og ljóðahætti (sjá athugasemd nr. 6
hjá Ringler á bls. 396). Ringler er staðráðinn í að ljá hverju ljóði nákvæm-
lega sama bragarhátt á ensku og það hefur á íslensku. Ástæða hans hlýtur
að vera sú að mörg Ijóða Jónasar voru samin við hefðbundin sönglög eða
að tónskáld gerðu síðar sönglög við þau. í Skírnisgrein sinni um „Sökn-
uð“ leggur Ringler út af því að Jónas reyndi ekki að endurgera bragform
ljóðs eftir Goethe: „Jónas fór þveröfuga leið, notaði íslenskan bragarhátt
sem hafði engin söguleg tengsl við bragarhátt Goethes og gerði texta sem
var óhæfur til söngs undir lögunum við kvæði Goethes" (Skírnir, vor
1995, 19). Þýðingar Ringlers eru hins vegar „gerðar til að lesa upphátt,
margar þeirra má jafnvel syngja við hefðbundin lög sem tengjast þeim í
frumgerðinni á íslensku" (Bard, 361; sjá einnig Ritmennt 1998, 54-55).
(Spyrja má hvort margir lesendur bókarinnar séu líklegir til að syngja
þýðingar Ringlers við íslensk lög.) Það virðist einnig vera trúa Ringlers að
skáldgáfan liggi eðli sínu samkvæmt í forminu: „Séu flóknar hljómverk-
anir ljóðs sem þessa [,,Á gömlu leiði 1841“] ekki endurgerðar - sé það
þýtt á ensku sem óbundið ljóð - glatast allt það sem skáldið lagði svo hart
að sér við að skapa, allt sem sýnir vald hans á tækninni" (Ritmennt 1998,
54).
Sérstakur áhugi Ringlers á ljóðforminu kemur með mörgum hætti vel
fram í Bard: í fyrsta lagi er 24 síðna umfjöllun hans um bragfræði afskap-
lega ítarleg, ítarlegri en búast má við í bók af þessu tagi, og þar eru mörg
dæmi - bæði á íslensku og ensku - um bragarhætti þá sem Jónas beitir. I
öðru lagi ræðir Ringler af nákvæmni, í skýringum sínum við hvert ljóð,
um hrynjandi, rím og stuðlun í ljóðinu og leggur sig fram um að benda á
þegar þýðing hans fylgir ekki nákvæmlega bragarhætti frumgerðarinnar -
jafnvel þegar munurinn er ekki annar en milli karlríms og kvenríms. Lít-
4 Eugene Onegin. A Novel in Verse by Aleksandr Pushkin, ensk þýð. Vladimirs
Nabokov, New York 1964, 1. bindi, x.
5 Ástráður Eysteinsson fjallar um orðréttar þýðingar og bókstaflegar í tengslum
við Nabokov í riti sínu Tvímœli. Þýðingar og bókmenntir, Reykjavík 1996,
137-138. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar einnig um þetta efni í grein sinni „Rím
eða rökvísi? Vladimir Nabokov og list þýðandans", Lesbók Morgunblaðsins, 10.
febrúar 2001.