Skírnir - 01.04.2004, Page 249
SKÍRNIR
JÓNAS Á ENSKU
243
um til dæmis á hvað hann hefur um form ljóðsins „Öxnadalur" að segja:
„Eitt erindi sem er átta þríkvæðar línur með ríminu ABBACCdd og
stuðluninni 2222. Þýðingin hefur rímið ABABCCdd“ (bls. 306); annað
dæmi er: „Ljóð Jónasar [„Suður fórumk um ver“J hefur runurím [sam-
liggjandi línur ríma]; karlrím og kvenrím skiptast frjálst á og í frumgerð-
inni er það aaBBCCDD EEffggHH II]JkkLL (en í þýðingunni
aabbCCdd EEffgghh iijjkklt)“ (bls. 357; hástafir sýna kvenrím). Eini
hátturinn sem Ringler virðist ekki treysta sér til að þýða er sléttubönd
sem er greinilega útilokað á beygingalausu tungumáli eins og ensku - sjá
þýðinguna á „Skuggabaldur úti einn“ á bls. 205.
Ringler er vel ljóst að slík áhersla á ljóðformið gerir honum erfitt um
vik að endurskapa nákvæmlega innihaldið eða merkinguna, og í mörgum
tilvikum bætir hann því við orðréttri þýðingu í skýringum sínum, stund-
um með athugasemd eins og: „Þýðingin [á „Öxnadal“] þenur og útfærir
myndmál frumgerðarinnar sem hljómar svo í orðréttri þýðingu: ..." (bls.
307). Auk „Öxnadals" eru þeir staðir þar sem Ringler leggur til orðrétta
þýðingu á bls. 97 („La Belle“), 201 („Á gömlu leiði“), 203-204 („Aldar-
háttur“), 206 („Skuggabaldur úti einn“), 231 (tvær síðustu línur af „Grá-
tittlingnum“), 254 („Alsnjóa"), 304 („Að vaði liggur leiðin") og 336-337
(„Suðursveit er þó betri“).
í skýringum við „La Belle“ kemur þessi athugasemd á undan orðréttu
þýðingunni: „Þýðingin er ákaflega frjáls því hljómar eru aðalatriði í ljóð-
um sem þessu og nákvæm endursköpun á ágæti stúlkunnar virðist skipta
mun minna máli“ (97). Þessi fullyrðing sýnir okkur ljóslega forgangsröð
Ringlers.
Hægt væri að vefengja þýðingarstefnu Ringlers með þeim rökum að
form sem hæfir tilteknu tungumáli hafi allt önnur áhrif á annarri tungu.
Stuðlun er til dæmis eðlilegur þáttur í íslensku ljóðmáli og tranar sér þar
tæplega fram en á ensku eru áhrif hennar oft þunglamaleg og áberandi,
vegna þess hversu fátíð hún er, einkum með samhljóðastuðlun:
„Burdened with both my grandsires’ curses - / the boozer and the smith
of verses" (bls. 280), „Brimming springtime brings from sleep / brooks
with jaunty prattle“ (352). Samt verður að segjast að með því að enska
býður upp á áherslu innan orða (sjá bls. 368) nær Ringler að gera stuðl-
unina minna áberandi: „Oh, how ecstatically / streams were flowing"
<84)'
Hér verður ekki frekar rakið hvernig erlent form megi laga að mark-
málinu. Ég vil heldur líta á þýðingar Ringlers sem prófstein á hvað þær
leggja til forms og efnis. Hversu vel geta þýðingar sem stefna að tryggð
við ljóðform frumgerðarinnar einnig endurskapað efnið af tryggð? Ljóð-
list er meira en merkingin ein og líka meira en formið eitt. Hversu mjög
getur annað látið undan hinu? Hér verða tekin dæmi úr textunum til að
hjálpa okkur að velta þessari spurningu fyrir okkur.