Skírnir - 01.04.2004, Síða 251
SKÍRNIR
JÓNAS Á ENSKU
245
yfir ættum að klifa
ofar þá, ef guð lofar;
drögum ei par að duga,
og dengjum oss í strenginn!
We’ll go upstream, God willing,
to walk the hawk-high ridges
and pitch ourselves - impetuous
plumb in the roaring torrent!
Meginmynd í fyrstu og annarri línu, stígur sem liggur að vaði við
straum lífsins, er breytt þannig að enginn er stígurinn en í hans stað höf-
um við óskýrt landslag, þar sem klettar, sem standa við straum, eru
rofnir af grunnum dölum. Landslagið í þessu ljóði er að sjálfsögðu tákn-
rænt - ljóðið snýst um það hvaða leið skuli farin í lífinu - og því er und-
arlegt að varpa fyrir róða þessari lykilmynd stígsins sem og næstu mynd
af því að það hvekki að „brjóta / háa bakka“, en í stað þeirra koma
grunnir dalir. í þriðju línu birtist nokkur ritskoðun þar sem lagðar eru
til upplýsingar sem ekki er að finna í ljóðinu, að hafurmylkingar hafi
safnast „to cross there“. Þetta kann að vera satt en ljóðið segir það ekki
beint heldur einfaldlega að þeir fylki. í þýðingunni eru þriðja og fjórða
lína mun hástemmdari (masses, crowds, queuing, crossing) en þau tvö
orð („hafurmylkingar fylkja") sem mynda fjórðu línu í ljóði Jónasar.
Fimmta og sjötta lína eru ekki alveg skýrar hjá Jónasi - ég tel að „klifra
yfir ofar“ merki „climb across at a higher place“ - en ekkert styður þessi
orð Ringlers: „walk the hawk-high ridges“. Lokalínurnar tvær eru
„skilaboð" Ijóðsins og eru kristaltærar í báðum útgáfum. Ringler kem-
ur anda ljóðsins til skila en breytir landslaginu að óþörfu og lokastökk
hans, væntanlega af háum kambi, líkist meira íþróttaafreki en í ljóði
Jónasar.
„Wimps“ (kveifar, aumingjar) er titillinn sem Ringler gefur ljóðinu
(312) sem í útgáfunni frá 1989 ber einfaldlega titil af upphafslínunni
(„Dönum verður hér allt að ís“):
Dönum verður hér allt að ís,
undir eins og dálítið frýs
botnfrosinn belgur hver
kúrir þar sem hann kominn er,
kútveltist og formælir sér.
Winter gives Danes a whinging fit.
Once the thermometer drops a bit
dozens of Danes are found
feeling like mountain lakes: frost-bound,
frozen solid clear to the ground.
Enn er grunnmyndinni breytt: í stað ljóslifandi myndar af Dönum sem
ístrubelgjum, gegnfrosnum, kúrandi að kútveltast og formæla, setur
Ringler kyrrlátt landslag frosinna fjallavatna. Andi ljóðsins ber með sér
skop og háð - en er vert að fórna skopinu fyrir formið?
Þetta er ekki í eina skiptið sem Ringler setur nýja mynd í stað þeirrar
sem frumgerðin hefur. í ljóðinu „Til Keysers" bregður hann upp bróður-
legri mynd af blómum sem sé bæði að finna í Noregi og á íslandi
(„mundu þá samt að eitt það er / ígildi snoturt fegri rósa / gleymdu mér