Skírnir - 01.04.2004, Side 252
246
ROBERT COOK
SKÍRNIR
ei, sem grær eins hér / á grundu kaldri norðurljósa": „remember that
these brilliant blue / brethren of your own native flora: forget-me-nots!
that grow here too, / gleaming beneath the cold aurora" (83)). I 24. er-
indi ljóðsins „Ad amicum" eru línurnar um örlögin („Sér eg örlög / ým-
isleitan / okkur ókominn / aldur skapa“) þýddar með hefðbundinni
mynd af örlögunum sem vef: „I see destiny weaving / in different ways
/ the far-off skeins / of our future lives“ (89). í þýðingu Ringlers á 5. er-
indi „Hulduljóða" eru smáskáldin sem yrkja rímur borin saman við
„sheepsheads who fill the land with fatuous bleating" (174). í „Grátitt-
lingnum“ fær aleiga drengsins - tveggja vetra hross og hrúturinn - á sig
mynd gersema: „Toppa ... my jewel. / These were my gentle joys, my
zealously treasured pleasures" (227). í „Hulduljóðum" breytist Eggert
Ólafsson úr „ættarblóminn mesti / og ættarjarðar þinnar heill og ljós“ í
„your people’s proudest treasure / the peerless light and glory of the
land“ (175). Fjársjóðsmyndin kemur aftur hjá Ringler í „Svo rís um ald-
ir árið hvurt um sig“, þar sem „Eitt á eg samt, og annast vil eg þig, hugur
mín sjálfs í hjarta þoli vörðu“ er þýtt svo: „I have a treasure of eternal
worth: / a guardian heart that, girded against harm, /...“ Einföld fullyrð-
ingin í 5. erindi ljóðsins „Eg ætlaði mér að yrkja“ er endurgerð með ljós-
lifandi myndum:
Nú er þér bregst í brjósti
blóðið og slokknar fjör
þá er ég þreyttur að lifa,
á þína kem ég för.
Well, now that your coffin’s closing
and your carcass earthward bound,
it’s time we two were holding
our tryst down underground. (291)
Hólarnir í „Öxnadal" eru persónugerðir og „stride across the valley"
(306) í stað þess eins að fylla hann („hálfan dalinn fylla"). í „Suður
förumk um ver“ fær einföld staðhæfingin „trúir enn á drottin / og á sjálf-
an sig“ á sig mynd steins í þýðingunni: „whose faith in God / and
themselves is like stone“ (357). Ljóðið um hel, „Mér finnst það vera
fólskugys“, fær nýja mynd, „so far from God’s sunshiny choir“ (313), við
þýðingu á „ólíkan drottins sólarheim.“ Helvíti og himnaríki eru bæði sett
inn í Ijóð sem hefur hvorugt á íslensku: „Sure, it’s as hot as hell here, / but
it’s heavenly anyway“ (336) er þýðing á „Hitinn úr hófi keyrir / en hon-
um uni ég þó“ („Suðursveit er þó betri“).
Ringler er jafn líklegur til að sleppa myndmáli eins og að bæta því við.
Tökum til dæmis lokalínurnar fjórar í „Séra Tómas Sæmundsson“:
Flýt þér, vinur! í fegra heim; Leave us, then, loving friend! and soar
krjúptu’ að fótum friðarboðans where time and timelessness are neighbors,
og fljúgðu’ á vængjum morgunroðans tirelessly performing labors
meira’ að starfa guðs um geim. on heaven’s behalf forevermore. (188)