Skírnir - 01.04.2004, Side 253
SKÍRNIR
JÓNAS Á ENSKU
247
Segja má að orðið „soar“ varðveiti hugmyndina um flug og einnig má
segja að ný en útjöskuð mynd komi fram með orðinu „neighbors“, en
drættirnir sem ná fram áhrifum línanna, fætur friðarboðans og vængir
morgunroðans, eru horfnir og í stað þeirra komnar flatneskjulegar full-
yrðingar og úr sér gengin orð („tirelessly“, „forevermore").
Breytingar á myndmáli, ýmist með viðbótum eða úrfellingum, eru tíð-
ar í þessum þýðingum og Ringler útskýrir að minnsta kosti einu sinni að
hann hafi gert það vísvitandi: „in the first thirty-three lines of the transla-
tion [„Gunnar’s Holm“], a hint in the imagery of the original (natural fea-
tures in the landscape equal heroic warriors) has been considerably expand-
ed; this serves to provide a thematic link between the descriptive and
narrative halves of the terza rima section" (143). [í fyrstu þrjátíu og þrem-
ur línum þýðingarinnar [á „Gunnarshólma"] hef ég teygt úr ákveðnum
þáttum í myndmáli frumgerðarinnar (þ.e. náttúrulegir þættir í landslaginu
jafngilda bardagahetjum); þetta geri ég til að skapa efnisleg tengsl milli lýs-
inga- og frásagnahluta í kaflanum með tersínum" (143).] Af þessum sökum
eru í þýðingunni orð og orðasambönd sem ekki eru á íslensku, svo sem
„imperial", „dominates", „commanding", „Hekla stands on guard“, „bul-
warks“, „dungeons" og „palisades“. Um leið og Ringler gerir fyrsta hluta
ljóðsins mun hermennskulegri en Jónas ætlaði sér sniðgengur hann það sem
er mun mikilvægara. I þessari lýsingu gegnir fjöldi orða sem vísa til lita lyk-
ilhlutverki. Ringler þýðir sum þeirra en ekki „hvítur" (13. lína), „blár“ (14),
„grænn“ (17) og „svartur“ (23). Annar mikilvægur þáttur í þessum kafla
sem Ringler sleppir að mestu er notkun lýsingarorða með nafnorði (sem er
sjaldgæft hjá Jónasi en nóg er af því hér) í lýsingum á fegurð náttúrunnar:
„fagurtær lind“ (6), „blómgað tún“ (17), „sæll sveitarblómi" (24), „fagur
skógardalur" (25) og „fegurst engjaval" (27).
Þýðing Ringlers á fyrstu 33 Íínum „Gunnarshólma" er svo frábrugð-
in frumgerðinni að vert er að skoða þýðingu hans við hlið orðréttrar þýð-
ingar og spyrja hvor gerðin standi nær „ljóðagerð" Jónasar:
The sun’s imperial pageant in the west The sun shone over the land in its sum-
purpled the Eyjafjalla Glacier, standing mer course and illuminated the silver-
huge in the east beneath its icy crest. blue Eyjafjallatind in a golden-red flame
late in the day.
It dominates the summer dusk, commanding
the screes beneath it, sketched against the cold
sky like a reef where tattered clouds are stranding.
In the east the great image [of Eyja-
fjallatind] towers high over the country-
side, and cools its bright head in the
clear spring of the azure sky.
Hugging its roots, cascading waters hold
hoarse conversation with the trolls, where wary
Frosti and Fjalar hoard their secret gold.
A resounding waterfall chatters with the
cliff-dweller on the precipice under the
roots of the glacier, where Frosti and
Fjalar keep the gold.