Skírnir - 01.04.2004, Blaðsíða 256
250
ROBERT COOK
SKÍRNIR
Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
Herald of spring! O faithful thrush, who flies
fathomless heaven to reach our valleys, bearing
cargoes of song to sing the hills above:
there, if you meet an angel with bright eyes
under the neat, red-tasseled cap she’s wearing,
greet her devoutly! That’s the girl I love. (263)
í fyrsta erindinu birtist yrkisefnið í tveimur myndum, suðrinu sæla og
bárum smáum; hjá Ringler er myndin aðeins ein: „southern winds“ og
þeir „waken" bárurnar sem síðan flykkjast heim til íslands. Þetta er við-
tekið skáldaleyfi þýðenda en viðbætur og þensla þýðingarinnar ræna það
einfaldleika sínum og skýrleika: vindarnir „come streaming / to waken“,
bárurnar „crowd ... with an urgent motion", „sand and surf are gleam-
ing“. Annað í þýðingunni einkennist af ámóta óþarfa. I öðru erindi eiga
„bluffs of home with all their seabirds calling!“ sér enga hliðstæðu í ís-
lenskunni; orðin „lovingly" og „lightly“ eru hreinir hortittir og „glow-
ing cheeks and tresses" er ofþensla á „kinnum fríðum“; „out trawling"
leggur til meiri upplýsingar en ljóðið gefur og hljómar eins og tíma-
skekkja.
Titill ljóðsins kortleggur það: Fyrsta og þriðja erindi fela í sér lýsingu
náttúrufyrirbæra (vindur og öldur / fugl) sem flykkjast heim til íslands.
Annað og fjórða erindi skipta höfuðmáli með óskum til þessara náttúru-
fyrirbæra: „heilsa" er lykilorð og birtist í upphafi annars erindis (5. línu)
og þess fjórða (12. línu). Ringler nykrar þessa byggingu nokkuð með því
að þýða „heilsa“ í 5. og 14. línu (en ekki í 12. línu) og ekki síður með því
að þýða það í 5. línu með orðinu „embrace“ fremur en „greet“. í fyrri
hluta ljóðsins biður Jónas vinda og bárur að heilsa íslandi, náttúru þess,
bátum og loks konum þess. í seinni hluta ljóðsins biður skáldið þröstinn,
vorboðann ljúfa, að heilsa fyrst náttúru landsins en síðan einni sérstakri
konu. Byggingin felur í sér laglega hliðstæðu þar sem seinni hlutinn dreg-
ur fram ákveðinn hluta þess fyrri. Ljóðið færist frá öllu suðrinu sæla (sem
Ringler smækkar í „southern winds") og yfir á íslenska stúlku í peysuföt-
um. Ringler sleppir peysunni og Ijær stúlkunni í staðinn „bright eyes“ og
breytir þannig sérstöku og mikilvægu íslensku atriði í eitthvað ómerki-
legt. Það er meira tróð í óþarfa orðunum á ensku, „she’s wearing", og at-
viksorðinu „devoutly“ sem kann einnig að vera villandi, og svo koma
„cargoes of song to sing the hills above“ í stað hins kröftuga og meitlaða
„kveða kvæðin þín“. Það er hluti af skipulagi ljóðsins að geyma tvö atriði
fram í lokalínuna: Heiti fuglsins (sem Ringler gefur strax í 9. línu) og
skyndilega yfirlýsingu skáldsins um það til hvers þetta er allt saman, en
Ringler segir of mikið með „That’s the girl I love“, því að Jónas segir að-
eins: „Það er stúlkan mín“.