Skírnir - 01.04.2004, Síða 257
SKÍRNIR
JÓNAS Á ENSKU
251
Vera má að munurinn á enskri og íslenskri tungu krefjist fleiri orða í ís-
lensku ljóðunum til að fylla upp í bragformið. Að minnsta kosti er ljóst að
eitt meginstíleinkenni Ringlers er útþensla. Einar Ólafur Sveinsson sagði
um stíl Jónasar: „málið er hreint, einfalt, fagurt og fellur nákvæmlega að
bragarhættinum“.6 Breytt orðaröðin hjá Jónasi kann að hljóma undarlega
í eyrum nútímamanna, en mál hans er meitlað, liðugt og nákvæmt, ekki
einu orði er ofaukið og hrynjandin er eðlileg og fellur vel að braginum.
Það eru engar knúsaðar línur eins og „Though lonely leagues of arctic
foam / sunder my folk from foreign races“ (83) eða „Faith is my warrant
that my friend / still leads his life of high endeavor, / leaving us here to
journey ever / onward to gain some higher end“ (187) eða „endlessly
blooming flowers of transciency“ (300).
Augljósasta form slíkrar útþenslu í þessum þýðingum eru óþörfu lýs-
ingarorðin. í „Ad amicum“ (84-89) einu er að finna „the towering tree“,
„wonderful fruit“, „stalwart hills“, „mocking echoes", „silent tears“,
„empty earth", „noble angel“, „ardent joy“, „my kind mother“, „my
yearning soul“, „his herald angel“ og „my truest friend“. Nefna má fleiri
dæmi: „listening ears“ (58), „lonely leagues" (83), „the blazing sky“ (98),
„mossy green“ (98), „your matchless beauty" (98), „the gloomy road“
(98), „Its nimble voice“ (123), „your lonely cradle" (123), „earth’s cold
bosom" (124), „hoarse conversation“ (136), „their secret gold“ (136),
„grassy meads“ (136), „furious waves" (137), „homesick yearning" (137),
„savage foes“ (137), „Gunnar’s gallant story“ (137), „pulsing stars“ (144),
„dim grayness“ (145), „supreme reliance“ (164), „your immense success"
(164), „Well-earned renown“ (164), „the silver water“ (168), „tumbled
waters“ (174), „monstrous misery“ (174), „leashless violencc" (193), „le-
thal power" (193), „bright sunshine" (219), „unfailing friends" (219), „the
freezing blizzard" (227), „barren scree slopes“ (276), „eager pinions“
(276), „threatening fog“ (300), „half-decayed sheep bone“ (300), „life’s
swift current“ (304), „the roaring torrent" (304), „shallow valleys“ (304),
„two short yards“ (318), „the sunless depths" (318), „nightbound
schooner“ (320), „wee fledglings“ (333), „lonely waters" (338), „nodding
angelica" (338), „a murmuring streamlet" (338), „grassy upland mead“
(347), „Brimming springtime" (352), „the frozen north“ (357) og „the
misty sea“ (357). Stundum er þessum lýsingarorðum bætt við til að ná
fram ljóðstöfum, stuðlum eða höfuðstaf: „white-clad / choirs of swans"
(84), „murmuring / mountain rill“ (85), „fond well-wishing / words“
(88), „hoary / hapless old age“ (137), „thin / ethereal blue“ (144), „scanty
/ scraped-up patch of ground“ (276), „married / that mangy wolf gray
hound“ (291) og „summits; / smoking darkness" (306). Mörg fleiri dæmi
6 „Um kveðskap Jónasar Hallgrímssonar", Við uppspretturnar. Greinasafn,
Reykjavík 1956, 250.