Skírnir - 01.04.2004, Side 258
252
ROBERT COOK
SKÍRNIR
má nefna um þetta. Lesandi þessara þýðinga áttar sig fljótlega á því að
slík lýsingarorð, sem flest eru innantómt „uppfyllingarefni", brjóta í
bága við hreinan og tæran stíl Jónasar.
Sama má segja um klisjur eins og „dearer / than gold“ (136), „lovely
as a dream“ (137), „wastes of devastation" (138), „sleepy eons without
number" (188), „smack-dab“ (336) og „even so“ (352).
Annað form útþenslu er endurtekningin: „grief and complaint"
(125), „gladness or grace“ (125), „ancient and unending“ (137), „spirits
proud and burning" (137), „sitting stern and tall“ (137), „inflamed with
hate and sly“ (137), „new and nifty boats“ (170), „combed and clean“
(170), „My life and soul forever!“ (174), „love and admiration" (175),
„blood and bone“ (188), „the prince of force and passion" (193), „bitt-
er / and biting night“ (227), „blood and marrow“ (273), „slander and
obscenity" (300), „steep and stately" (306), „gray and ghostly" (323),
„struck with surprise and startled" (324) og „grim and eerie“ (324). Eng-
in þessara endurtekninga á sér neina stoð í frumgerðinni og allar eru þær
merkingarlausar.
í eftirfarandi erindi eru endurtekningar í fjórum af fimm línum; tær
stíll Jónasar hefur enga:
„Tárin að ónýtu falli á fold, “Let weeping be wasted and tears vainly shed
fái hann ei vakið er sefur í mold. that will not awaken or bring back the dead!
Mjúkasta hjartanu hugganin er Nothing gives gladness or grace to a heart
horfinnar ástar er söknuður sker that grief for a loved one is tearing apart -
á harminum hjartað að þreyta." nothing but memory and mourning.”
(„Meyjargrátur") (125)
Iðulega er ein lína þanin út í tvær endurteknar línur og þá þarf eitthvað
annað að láta undan:
Enginn grætur fslending
einan sér og dáinn,
þegar allt er komið í kring
kyssir torfa náinn.
(„Stökur")
Ah, who mourns an Icelander,
all alone and dying?
Earth will clasp his corpse to her
and kiss it where it’s lying.
(295)
Þýðingin á fyrstu tveimur línunum er aðdáunarverð, en einföldu orðin
þrjú í lokalínunni („kyssir torfa náinn“) eru þanin út í tvær línur þar
sem sú seinni hreinlega endurtekur þá fyrri („clasp his corpse ... kiss
it“) og bætir við óþörfum orðum, „where it’s lying“. Ennfremur er
þriðja línan („þegar allt er komið í kring“), sem er sennilega mikilvæg-
asta lína erindisins, látin niður falla.
Auðvitað verður að nota margs konar rím í þýðingu sem endur-
skapar form frumgerðarinnar. Þægileg leið til að ríma á ensku er að