Skírnir - 01.04.2004, Side 259
SKÍRNIR
JÓNAS Á ENSKU
253
nota sértekningar, því að margar þeirra enda á ,,-tion“ eða ,,-ment“:
„Thus, in a comity of mute emotion“ og „bound to his brother with
intense devotion" (137) eiga sér enga hliðstæðu í „Gunnarshólma".
Onnur dæmi: „moved to commune with us in our bereavement, / a
moral hero armed in bright achievement“ (175) fyrir „Marblæju votri
varpar sér af herðum / vandlætishetjan sterkum búinn gerðum"
(„Hulduljóð"); „O sun-bright lass, with longing and devotion / he
looks around him, salt-stained from the ocean!“ (175) fyrir „sólfagra
mey! hann svipast um með tárum, / saltdrifin hetja, stiginn upp af bár-
um“ („Hulduljóð"); „A thriving spirit wakes within our nation, thanks
to his work of love and dedication" (176) fyrir „seint og að vonum svo
fær góður njóta / sín og þess alls er vann hann oss til bóta“ („Huldu-
ljóð“). Ringler er einnig gefinn fyrir sértekningar þó að rímið kalli ekki
á þær: „The people’s enterprise is not / a potent force behind it“ (171),
fyrir „á einum stað býr einnig fólk / sem alltaf vantar brýni“
(,,Borðsálmur“); „they break forth in freedom” (193) - engu slíku er til
að dreifa í „Fjallið Skjaldbreiður" - og „Awareness of this / can wash
your eyes“ (308) fyrir „Það getur þér augu / þvegið hrein“ („Ljós er
alls upphaf").
Annað bessaleyfi sem Ringler tekur sér er að „ritstýra" textum
Jónasar, þ.e. að fella inn eða út upplýsingar eftir því hvað hann telur að
lesandinn þurfi á að halda. í lokaerindi „Ólafsvíkurennis" gerir hann
kunnugt að Eggert drukknaði og þýðir „ellegar út betur til þín? / Egg-
ert, kunningi minn!“ sem „Or sink down beside you, Eggert, / in the
sunless depths where you died?“ (318). Þess háttar upplýsingar eiga öllu
heldur heima í neðanmálsgrein. í „Gunnarshólma" tekur Ringler fram
að „borðfögur skeið“ sé „a ship from Norway“ en þýðir jafnframt „Rán
á Eyjasandi“ aðeins almennum orðum án nafnorða (137). í annarri línu í
„Hornbjargi" eru nefndir tveir staðir, „Hornbjarg og Kópatjörn“, en
Ringler útbyggir því síðara, væntanlega til að gera þeim lesendum hæg-
ara um vik sem ekki skilja íslensku. í „Suðursveit“ bætir hann hins veg-
ar við staðarnafni: „Suðursveit er þó betri / en Seltjarnarnesið var“ verð-
ur „Southlands is so much nicer / than Seltjörn or Reykjavík". „Hrútur-
inn“ í „Drangey" („Einn gengur hrútur í eynni“) verður „a gray ram“ í
þýðingu Ringlers af því að hrúturinn í Grettis sögu (74. kafla) er grár á
kviðinn (323-324).
Eitt takmark Ringlers er að „nota tiltölulega einfaldan og blátt áfram
enskan ljóðrænan orðaforða og óþvingaða, eðlilega setningaskipun" en
jafnvel þegar þýðingar hans eru nokkuð orðréttar er langt frá því að þær
séu jafn eðlilegar og liðugar og hjá Jónasi. Hér eru nokkur dæmi um það
þegar Ringler notar upphafna eða flókna ensku fyrir einfalda og blátt
áfram íslensku Jónasar: