Skírnir - 01.04.2004, Page 261
SKÍRNIR
JÓNAS Á ENSKU
255
Að öllu þessu sögðu sýna þýðingar Ringlers á mörgum stöðum aðdáun-
arverða tryggð og jafnvel ljóðræna hæfileika. Meðal slíkra ljóða eru
„Röðull brosti, rann að næturhvílu" (92), „fsland" (101), „Bíum, bíum“
(122-24), „Við Sogið sat eg í vindi“ (343-44) og „Strit“ (355). Það gerist
þó alltof oft að hann fylgir textanum of náið og brýtur hann óvænt með
línu sem hefur lítið sem ekkert að gera með frumtextann:
... mönnunum munar
annaðhvurt aftur á bak ellegar nokkuð á leið
(„ísland")
Hann svipast um, nú sefur allt í landi,
svæft hefir móðir börnin stór og smá,
fífil í haga, hrafn á klettabandi,
(„Hulduljóð")
„Men full of sloth and asleep simply
drop out of the race“ (101)
He looks around, but all the land is resting.
Our loving Mother stills the hills and fjords,
the fish in drowsing rivers, ravens nesting,
(176)
Austast fyrir öllu landi
af einhvurjum veit ég stað
Off of our easternmost coastline
an island juts from the sea (335)
Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef eg klári beitt
Up on Eagle Lake Highlands,
hours from a byre or barn (338)
Upp undir Arnarfelli, Out under Eagle Mountain,
allri mannabyggð fjær icy and glacier bright (340)
Svo dregið sé saman í lokin er margt eftirtektarvert í þessari bók fyrir ís-
lenska sem og enskumælandi lesendur: Gott æviágrip, fræðilegar skýring-
ar, skínandi góð umfjöllun um bragarhætti Jónasar og margar góðar
myndir. Skýringarnar einar gera þessa bók eigulega fyrir hvern þann sem
áhuga hefur á Jónasi. Að minni hyggju sýna þýðingar þó oft of mikla
áherslu á form svo að merkingin líður fyrir. í lýsingu sinni á skáldskap
Jónasar í inngangi bókarinnar segir Ringler að skáldið hafi „nánast aldrei,
hvorki í orði né á borði, leyft forminu að taka stjórnina af innihaldinu."7
Því miður verður það sama ekki sagt um þennan bandaríska þýðanda
Jónasar og sú hugmynd læðist að manni að kannski hafi Nabokov haft
rétt fyrir sér þegar allt kemur til alls, að einungis orðrétt þýðing geri ljóð-
listinni rétt til.
Garðar Baldvinsson þýddi
7 „ ... almost never, either in theory or practice, allowed form to seize the reins
from content." (Bard of Iceland, 5.)