Skírnir - 01.04.2004, Page 264
258
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
fangsmikla ritsafni Lúthers vegna þess að hún er frá „því skeiði í ævi
Lúthers þegar segja má að guðfræðihugsun hans hafi verið orðin fullmót-
uð“ (21). Þetta skiptir talsverðu máli því að þær myndir sem dregnar hafa
verið upp af Lúther eru afar margvíslegar. Ein ástæðan er sú að guðfræði
hans var í sífelldri þróun, rit hins unga Lúthers frá upphafsárum siðbót-
arinnar hafa sinn svip og hafa um langt skeið vakið meiri athygli en rit
hins lífsreynda prófessors og kirkjuleiðtoga í Wittenberg.
Við þetta bætist að Lúther ritaði tvö af merkustu ritum sínum á árun-
um 1535 til 1539 eða á sama tíma og hann er að fást við útleggingu sína á
Jóhannesarguðspjalli. Þetta eru skýringarrit hans við bréf Páls postula til
Galatamanna og ritið Um kirkjuþing og kirkjur. Um sama leyti vann
hann jafnframt að stærsta verki sínu, skýringarritinu við Fyrstu Móse-
bók.
Af þessu má ráða að Sigurjón Árni hefur valið áhugavert svið til rann-
sóknar þótt jafnframt sé ljóst að umfjöllun hans um sjálfa útlegginguna á
Jóhannesarguðspjalli verði oft útundan þar sem hin almenna umræða um
guðfræði Lúthers ber hana ofurliði. Það er ekki fyrr en lesandinn hefur
lesið yfir tvöhundruð blaðsíður sem hann verður að einhverju marki var
við Jóhannesarútleggingu Lúthers.
Þess ber einnig að geta að útlegging Lúthers á Jóhannesarguðspjalli
tengist prédikunarstarfi hans og er því ekki skýringarrit við guðspjallið í
nútímaskilningi en beinir hins vegar sjónum að öðrum þætti í siðbót
Lúthers: prédikuninni. Fátt setur sterkari svip á siðbótina en einmitt pré-
dikunin; hún var hafin til vegs og virðingar og hefur allt til þessa dags
gefið lútherskum kirkjum nokkra sérstöðu. Umfjöllun Lúthers um Jó-
hannesarguðspjall fer fram í beinum tengslum við prédikunina. f prédik-
uninni fór fram trúfræðsla í stórum stíl, bæði Biblíufræðsla og trúarlær-
dómafræðsla, enda veitti ekki af til þess að festa hina nýju siðbót í sessi,
en einnig var fjallað um brýn málefni samtímans af prédikunarstólnum.
Siðbótarmennirnir í Wittenberg sátu ekki auðum höndum. Fjöldi presta
sinnti prédikunarstarfinu í kirkjum borgarinnar, einkum Borgarkirkj-
unni og Hallarkirkjunni. Og þar var hlutur Lúthers sjálfs svo mikill að
undrum sætir. Hann prédikaði iðulega fjórum sinnum á sunnudögum;
eftir hann hafa varðveist um 2300 prédikanir, flestar frá árinu 1528 eða
195 prédikanir. í prédikun sinni var Lúther aðsópsmikill og beitti litríku
myndmáli. Áhrif hans á þýska tungu eru alþekkt, ekki síst vegna Biblíu-
þýðingarinnar (sjá Roland Bainton, Marteinn Liítber, Rvík 1984, bls.
302 o. áfr.).
í bókinni Guðfrœði Marteins Lúthers í Ijósi túlkunar hans á Jóhann-
esarguðspjalli 1535-1540 fer höfundur vítt og breitt yfir sviðið. Hann ger-
ir ítarlega grein fyrir markmiði, aðferðafræði og efnisskipan. Síðan skipt-
ist verkið í þrjá meginhluta; fyrsti hluti heitir einfaldlega Forspjall, bls.
27-234. Það hvarfla að lesandanum efasemdir um að „Forspjall" sé skyn-