Skírnir - 01.04.2004, Page 265
SKÍRNIR
... OG STEFNDI BEINT TIL WORMS"
259
samlega valið heiti á þessum langa bókarhluta sem er góður þriðjungur
verksins. í forspjallinu veitir höfundur yfirsýn yfir breyttar áherslur í
guðfræði Lúthers og rekur hverjar þessar áherslur hafa verið á ýmsum
tímum; hann gefur einnig yfirlit yfir helstu svið Lúthersrannsókna á ólík-
um skeiðum. Það er áhugavert að skoða hvernig ímynd Lúthers breytist
eftir því hvernig vindarnir blása í evrópskri menningu. Hvernig var
Lúther rétttrúnaðarins, hvernig leit píetisminn á Lúther eða upplýsingar-
stefnan? Hvaða svip hafði Lúther á tímum þýsku hughyggjunnar, róman-
tísku stefnunnar eða aldamótaguðfræðinnar? Höfundur gerir einnig grein
fyrir helstu straumum í Lúthersrannsóknum á tuttugustu öld. Að þessu
loknu víkur höfundur málinu að tveimur meginhugtökum í guðfræði
Lúthers, lögmáli og fagnaðarerindi, síðan að Guðshugtaki Lúthers og
loks að samviskunni sem er eitt mikilvægasta hugtakið í þessu ritverki.
Annar meginhlutinn fjallar um Jesúm Krist; hér er Kristsfræði Lúth-
ers sem mörgum kann að þykja tyrfnasti kaflinn í verkinu. Hér gerir höf-
undur ítarlega grein fyrir umfjöllun Lúthers um Jesúm Krist sem orði
Guðs, en orðið er þungavigtarhugtak í lútherskri guðfræði. Sama er að
segja um holdtekjuna: hvað merkir það að Guð sé í Jesú Kristi? I öðrum
meginhluta er skilmerkileg og ítarleg umfjöllun um friðþægingarhugtak-
ið.
í þriðja meginhluta verksins gerir höfundur meðal annars grein fyrir
kenningunni um réttlætingu af trú sem flestir telja eitt sterkasta einkenni
á guðfræði Lúthers. í framhaldi eru áhugaverðar, sjálfstæðar ritgerðir um
trúna, m.a. um trú og skynsemi.
Vinnulag höfundar felst í því að gera fyrst grein fyrir forsögunni og
þeim hugarheimi sem guðfræði Lúthers þróast í, en síðan er haldið áfram
og fjallað um ritverk Lúthers. Þar gerir höfundur grein fyrir umfjöllun
Lúthers sem er - eins og áður segir - oft býsna litrík, og því fer fjarri að
alltaf sé auðvelt að henda reiður á einhverju sem kalla mætti heildarhugs-
un Lúthers. Höfundur gerir stundum (en alltof sjaldan) grein fyrir túlk-
un tuttugustu aldar guðfræðinga á guðfræðihugsun Lúthers.
Vandinn við að skrifa verk sem þetta er tvíþættur: annars vegar þarf
höfundur að glíma við að henda reiður á umfjöllun Lúthers um efnið.
Hins vegar hefur lesandinn áhuga á heimfærslu til hugmyndaheims sam-
tímans svo að honum takist að ná sambandi við hugarheim Lúthers sem
á rót sína að rekja til miðalda; svo eitthvað sé nefnt: hvers virði er mann-
skilningur Lúthers í ljósi nútímasálfræði?
í þessari umfjöllun um Guðfræði Marteins Lúthers verður vikið sér-
staklega að þremur þungavigtarefnum, einu úr hverjum meginhluta bók-
arinnar. í fyrsta lagi er það samviskan, þá friðþægingin og loks kenningin
um réttlætingu af trú.