Skírnir - 01.04.2004, Síða 267
SKÍRNIR
... OG STEFNDI BEINT TIL WORMS
261
ur kristin samviska hans til. Hún er að öllu leyti skilyrt og ákvörðuð af
trú hins kristna manns. Samviskan er önnur hliðin á trúnni.1
Samviskan er svar mannsins við kröfu trúarinnar um rétta breytni á
réttri stundu. Samviska hins kristna manns er trú hans í verki. Að baki er
hvorki meira né minna en sjálf kenningin um réttlætingu af trú, grund-
vallartrúarkenning siðbótarinnar. Rétt og rangt er ekki vegið á vogarskál-
um lögmálsins heldur á vogarskálum kærleikans þar sem horft er annars
vegar til Guðs en hins vegar til náungans.
í staðinn fyrir innbyggða samvisku sem mælikvarða á gott og illt, rétt
og rangt, leggur Lúther til hlýðni trúarinnar og frelsi kristins manns til að
taka á sig ábyrgð vegna náunga síns, þ.e. frelsi í sama skilningi og Lúther
lagði í það orð á ríkisþinginu í Worms, en það felur óhjákvæmilega í sér
kröfu vegna náungans. Hér er um að ræða nýjan skilning á samviskuhug-
takinu sem margir hafa talið merkustu nýjung siðbótarinnar.
„Hjá Lúther og í hinni lúthersku hefð er innsta eðli mannsins samof-
ið því sem kallað hefur verið samviska. Hún er sem staður (forum) þar
sem maðurinn mætir jafnt sjálfum sér sem og Guði“ (149). Þannig hefst
umfjöllun Sigurjóns Árna um samviskuna. Um þetta efni fjallar einn
lengsti kafli bókarinnar (85 blaðsíður) og gæti hann nánast staðið sem
sjálfstætt rit. Höfundur lætur sér ekki nægja að fara allrækilega í saumana
á guðfræði Lúthers sjálfs á ýmsum tímabilum heldur segir hann söguna
afar ítarlega. Farið er aftur í guðfræði Gamla testamentisins og til Páls
postula, notkun Grikkja á samviskuhugtakinu er reifuð, þá er gerð grein
fyrir bakgrunni hugtaksins hjá Lúther, þ.e.a.s. í miðaldaheimspeki og
guðfræði miðalda, fjallað er um skólaspekina, dulúðina og endurreisnar-
stefnuna og þar gerð sérstök grein fyrir nokkrum guðfræðingum. Þá rek-
ur höfundur hvernig samviskuhugtakið þróast í verkum hins unga Lúth-
ers sem hvergi hefur varið löngum, sérstökum köflum til útskýringa á
samviskunni í ritum sínum (195). Samviskuhugtakið er engu að síður
„hluti af þeim grundvelli sem öll guðfræðihugsun Lúthers byggir á“
Það er einkum í tveimur prédikunum sem Lúther fjallar um samvisk-
una og í þeim báðum er eingöngu fjallað um hana, það er prédikun frá ár-
inu 1514, eða skömmu fyrir siðbótina, og árið 1521, rétt áður en Lúther
hélt til Worms á hið örlagaríka ríkisþing. Sigurjón Árni gerir ítarlega grein
fyrir prédikuninni frá 1521 og einnig fyrir umfjöllun Lúthers um efnið í
túlkun hans á Jóhannesarguðspjalli frá 1535-1539, og bendir á áhugaverða
þróun í umfjölluninni á þessu tímabili, frá prédikuninni 1521: „Athyglis-
vert er að nú beinir hann sjónum að baráttunni sem fram fer í samvisk-
unni milli lögmáls og fagnaðarerindis og tengir samviskuna meira en áður
1 Sjá Gunnar Kristjánsson, „Um samvisku kristins manns“, Kirkjuritið 1999 1/65,
bls. 10-15.