Skírnir - 01.04.2004, Blaðsíða 269
SKÍRNIR
... OG STEFNDI BEINT TIL WORMS
263
Fnðþægingin
Ein spurning siðbótarinnar snerist um sáluhjálp mannsins: hvernig finn
ég náðugan Guð, hvernig verð ég hólpinn? Þessi spurning varð vendi-
punktur í kirkjunni í upphafi sextándu aldar. Rómverska kirkjan hafði
ákveðin svör við henni; allir þekkja aflátsbréfin, þar sem menn keyptu sér
syndaaflausn til að stytta dvöl sína í hreinsunareldinum. Lúther gengur á
hólm við þetta kerfi. Að hans mati snýst málið annars vegar um Guð en
hins vegar um manninn; þar er enginn milliliður nauðsynlegur, ekki einu
sinni kirkjan. Málið snýst um náðugan Guð sem tekur að sér syndugan
manninn án allra skilyrða; kristin trú snýst um þetta: að sættast við Guð
í hjarta sínu og þiggja óverðskuldaða náð hans.
Þótt málið virðist vera einfalt á yfirborðinu er svo ekki þegar nánar er
að gáð. Hjálpræðisverkið er talsvert flókið kerfi. Hvernig getur sá Guð
sem hefur gefið manninum lögmálið, boðorðin tíu, látið eins og ekkert sé
og boðið manninum ókeypis vist um aldur og ævi, um alla eilífð? Eitt-
hvað hlýtur það að kosta. Jú, það kostar mikið en þá upphæð borgar Guð
sjálfur. Það kostar syndafórn hins saklausa. Með fórninni er greitt fyrir
synd mannsins. Sá sem færir þessa fórn er Jesús Kristur, fórnarstaðurinn
er krossinn á Golgata. Guð krefst þessarar fórnar til þess að lausnargjald-
ið verði greitt fyrir hinn synduga mann, manninn sem heldur ekki boð-
orðin og getur með engu móti haldið þau vegna þess að upplag hans er
ófært um það; syndin er þáttur í eðli hans, upprunasyndin sem hann
kemst með engu móti undan meðan hann býr í þessum heimi.
Að baki skilningi Lúthers á fórninni er fórnarskilningur Hebrea eins
og hann er að finna í Gamla testamentinu, sem og í hinu Nýja, m.a. í þess-
um orðum Jóhannesar skírara í Jóhannesarguðspjalli þegar hann bendir á
Jesúm og segir: „Sjá Guðs lambið sem ber synd heimsins." í fórninni sáu
Hebrear endurnýjun lífsins; hið sama gerir Lúther: fórn Jesú er syndafórn
sem gerir Guði kleift að opna dyrnar að ríki sínu fyrir syndugum mönnum.
Raunar á þessi fórn ekki aðeins við um dauða Jesú á krossinum held-
ur er upprisan einnig partur af þeim atburði. Lúther greinir ekki að kross-
festingu og upprisu. „í dauða og upprisu Krists varð friðþægingin í eitt
skipti fyrir öll“ (320). Sigurjón Árni gerir þessari hugsun góð skil í bók-
inni. Hann rekur jafnframt kenningar um þetta efni sem vitað er að Lúth-
er þekkti og höfðu áhrif á hans tíma. Þar er einkum um þrjár kenningar
að ræða.
Sú fyrsta, stundum nefnd klassíska friðþægingarkenningin, er þekkt í
austurkirkjunni og einnig í guðfræði Lúthers, m.a. í sálmum hans. Þar er
Kristur sigurvegari sem ræðst gegn öflum myrkursins, gegn Djöflinum og
öllum þeim illu öflum sem sækja að manninum. Jesús sigrar þessi öfl á
krossinum og til að skýra þetta grípur Lúther oft til myndlíkinga: Jesús er
eins og beita á öngli: