Skírnir - 01.04.2004, Side 270
264
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Dauðinn réðst að Kristi og vildi gleypa þann góða bita, glennti kjaft-
inn vel upp og gleypti hann eins og alla aðra menn. Kristur varðist
ekki, heldur lét dauðann kokgleypa sig og beið í þrjá daga. En þessi
biti var of stór fyrir dauðann og honum tókst ekki að melta hann.
Kristur var of sterkur fyrir hann og djöfullinn varð því að kasta hon-
um upp og kafnaði... (345).
Þarna er líking um kross og upprisu. Hin klassíska friðþægingarkenn-
ing, sem sænski guðfræðingurinn Gustav Aulén dró fram í dagsljósið í
bók sinni Christus Victor árið 1930, fær takmarkaða umfjöllun í verki
Sigurjóns Árna þegar hún er fyrst kynnt til sögu í bókinni (320), en
gagnrýni á kenninguna fær heldur meira rými; síðar vitnar hann
nokkrum sinnum til þessarar kenningar til skýringa á guðfræði Lúthers
um þetta efni (t.d. bls. 336): „Athygli vekur að í Jóhannesartúlkun, pré-
dikunum og fræðum Lúthers er Christus-Victor-stefið áberandi. Baráttu
Krists við tortímingaröfl syndar, dauða og djöfuls er þar lýst og hvernig
Kristur sem herra lífsins brýst inn á yfirráðasvæði tortímingaraflanna og
sigrar þau...“
Tvær aðrar hjálpræðiskenningar skipta miklu máli í þessu samhengi
(321-22); það eru kenningar enska guðfræðingsins Anselms frá Kantara-
borg í ritinu Cur Deus Homo (1095-98) og franska munksins Abelards
sem gagnrýndi kenningar Anselms á tólftu öld. I kenningum Anselms er
gert ráð fyrir því að dauði Jesú uppfylli þau skilyrði sem verði að vera
fyrir hendi svo að Guð geti fyrirgefið synd mannsins. Kenningin er lög-
fræðilega grundvölluð: Guð krefst réttlætis, hann ætlast til þess að mað-
urinn uppfylli lögmálið, boðorðin tíu, en það getur hann ekki; Jesús sem
er saklaus og með öllu syndlaus getur uppfyllt þessa kröfu fyrir hönd
mannkynsins og þar með fullnægt réttlæti Guðs. Þessi kenning hafði áhrif
á Lúther en báðar hinar kenningarnar eru þar engu að síður mikilvægar:
„Lúther fylgir hefð Vesturkirkjunnar sem er mjög mótuð af friðþæging-
arkennineu Anselms, oe teneir hana við hina erísku mynd sem oe kenn-
ingu Abelards" (322).
Kenning Abelards gerir ekki ráð fyrir syndafórn til að uppfylla kröf-
ur Guðs eins og kenning Anselms; hún er þvert á móti sett fram henni til
höfuðs. Hér er gengið út frá því að Jesús hafi með lífi sínu og dauða sýnt
manninum kærleika Guðs og vakið kærleika mannsins sem andsvar;
krossdauði Jesú er fyrir Abelard siðferðilegt fordæmi og þáttur í heildar-
myndinni sem Nýja testamentið gefur af lífi, starfi, kenningu og fordæmi
Jesú. Þessi kenning á sér rætur í Nýja testamentinu; Ágústínus byggir á
svipuðum viðhorfum og síðar hafði þessi kenning áhrif á guðfræði upp-
lýsingarstefnunnar; m.a. var Lriedrich Schleiermacher, prestur og prófess-
or í Berlín, mótaður af henni, en hann var einhver áhrifamesti guðfræð-
ingur mótmælenda á nítjándu öld.